Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1961, Page 72

Læknablaðið - 01.12.1961, Page 72
182 LÆKNABLAÐIÐ Konur: Hússtörf 142 Létt störf 16 Erfiðisvinna 22 Rösklega 38% af körlunum stundaði erfiðisvinnu og tæp- lega 14% af konunum. Bendir þessi niðurstaða í líka átt og athuganir annarra höfunda, að kyrrsetumönnum sé hættara við þessum sjúkdómi en öðrum. Mataræði. Því hefur verið haldið fram, að kransæðakölkun og æða- kölkun almennt hafi ágerzt, meðal annars vegna hins feita mataræðis hjá hinum efna- meiri þjóðum. Vel þekkt er, að sjúkdómar þeir, sem hafa í för með sér „hyperlipæmi“ eða aukningu á fituefnum í blóðinu, valda aukinni æðakölk- un. Er hér til að nefna: xanthomatosis familiaris, hy- percholesterolæmia familiaris, diabetes mellitus, myxödema, nephrosis, arthritis urica, adi- positas, hypogonadismus. Æða- kölkun hefur fundizt tíu sinn- um algengari hjá feitu fólki en hjá mögru CWilens)°. Morriss fann kransæðastíflu fimm sinnum tíðari hjá feitum vagn- stjórum en hjá þeim, sem magi'- ir voru. Fita úr dýraríkinu inniheld- ur gnægð af mettuðum fitusýr- um, en lítið eitt af ómettuðum fitusýrum. Valda mettuðu fitu- sýrurnar hækkun á serumkól- esterol, en aðalþættir í myndun breytinga í æðaveggnum, sem kallað er æðakölkun, eru þeir, að á vegginn sezt fibrin, kól- esterol og 'kalksölt. Menn eru ekki sammála um, hve mikinn þátt kólesterol á í atheroma- myndun, eða æðakölkun. Vitað er, að ómettaðar fitusýrur lækka kólesterol blóðsins. Því hefur löngum verið haldið fram, að jurtaætur væru miklu betur settar hvað þessu viðvíkur. Nýlega birtist grein eftir Laurie og félaga10) um rann- sóknir þeirra á Bantu-negrum í Afríku. Þeir lifa á fitusnauðu jurtafæði og hafa lágt serum- kólesterol. Fundu þeir tíðni atheromatosis svipaða og meðal Evrópubúa, en þó á miklu lægra stigi. Við krufningu á 243 Bantu-negrum, sem allir voru hjartasjúklingar, voru 23% með töluverða kransæðakölkun („of marked degree“), en helm- ingurinn með væga kransæða- kölkun („of some degree“). Aðeins 1,4% þessara sjúklinga reyndust hafa kransæðastíflu við skoðun og krufningu. Er það auðvitað allt önnur og minni tíðni en við eigum að venjast í Evrópu og Ameríku. Mikið hefur verið rætt og ritað um aðferðir til að lækka kólesterolinnihald blóðsins, og mun ég drepa hér á hinar helztu. Jurtaolíur, svo sem maísolía og soyaolía, og jurtasteroidar svo sem sitosterol. Áhrif þeirra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.