Læknablaðið - 01.12.1961, Page 74
184
LÆKNABLAÐIÐ
ingar á serumkólesterolinni-
haldi blóðs hindri myndun æða-
kölkunar í mönnum. Ekki
þekkjast ráð til að stöðva alveg
kólesterolframleiðslu lifrarinn-
ar, en væri slíkt hægt, gæti kom-
ið til truflunar á heilastarfsemi
og framleiðslu corticosteroida.
Líkindi eru til þess, að æðakölk-
un mundi stöðvast, ef tækist að
varna aukningu á lipoproteinum
og sumir segja, að sú æðakölk-
un, sem fyrir er, mundi hverfa
(Wood).11)
Ætterni.
Um efni þetta hefur lítið
verið ritað í læknabókmenntir.
Fyrsta greinin, sem flestir
vitna í, er frá Johns Hopkins
háskólanum (Thomas o-g Coh-
en).6 Þeir rannsökuðu aðstand-
endur 266 læknastúdenta, sem
sé foreldra, afa, ömmur, föður-
bræður, föðursystur, móður-
bræður og móðursystur þeirra.
Auk kransæðasjúkdóma var at-
hugað hjá fólki þessu háþrýst-
ingur, offita og sykursýki.
Kransæðas j úkdómar reyndust
fjórum sinnum tíðari meðal
afkomenda þeirra, sem höfðu
kransæðasjúkdóma, en afkom-
enda þeirra, sem ekki voru
haldnir þeim.
White12 getur um rannsókn
framkvæmda í Boston á fólki
fertugu og yngra með kransæða
sjúkdóma. 37% af feðrum
þessa hóps dó af völdum krans-
æðasjúkdóms. Til samanburðar
var hafður 146 manna hópur
á sama aldri, en þar dóu 18,5%
af feðrum úr kransæðasjúk-
dómum.
Á Landspítalanum höfum við
áhuga á að athuga samhengi
arfgengis og kransæðasjúk-
dóma. Við teljum skilyrði til
þess háttar rannsókna betri hér
á landi en annars staðar vegna
smæðar þjóðarinnar og vegna
hins mikla og almenna áhuga
landsmanna á persónu- og ætt-
arsögu. Byrjunarrannsókn
þetta varðandi fór fram vetur-
inn 1960. Var spurningalisti
afhentur 100 mönnum, semvoru
til meðferðar á Landspítalanum
vegna eftirstöðva kransæða-
stíflu.
Spurt var um:
1. Systkini.
2. Foreldra og foreldra-
systkini.
3. Afa og ömmur og
systkini þeirra.
4. Skyldleika ættingja.
Sömu spurningar voru lagð-
ar fyrir 100 aðra sjúklinga,
sem vistaðir voru í spítalanum,
en engin einkenni höfðu um
kransæðasjúkdóma. Hlutfall
aldurs og kynja var svo til eins
í báðum flokkum.
1 erindi, sem Theodór Skúla-
soni flutti á þingi lyflækna í
Ósló síðastliðið sumar, voru
helztu niðurstöðutölur þess-
ar: