Læknablaðið - 01.12.1961, Qupperneq 76
186
LÆKNABLAÐIÐ
Snorri P- Sr
norraóon:
Greining kransædasjjiikdwma
(Seleroús aríeriae coronariae)
1. Leyndur kransæða-
sjúkdómur.
Kransæðasjúkdómar hafa eng-
in sjúkdómseinkenni í för með
sér, fyrr en þeir valda æða-
þrengslum, sem dregur úr blóð-
streymi til hjartavöðvans. Á
lágu stigi verður sjúkdómurinn
því ekki greindur. Hins vegar
má í sumum tilfellum leiða að
því líkur, hvort menn hafi
leyndan kransæðasjúkdóm eða
ekki. Þannig hefur verið sýnt
fram á, að menn yfir fertugt
fá fremur kransæðakölkun, séu
þeir of feitir, þrekvaxnir, með
of háan blóðþrýsting, hátt
serum kólesteról og ættarsögu
um kransæðasjúkdóm.
2. KransæSaþrengsli.
Þegar sjúkdómurinn kemst
á það stig, að kransæðarnar
taka að þrengjast, fer fyrst að
verða unnt að greina sjúkdóm-
inn af sjúkdómseinkennum, sem
þá gera vart við sig, og með
rannsóknum, svo sem hjarta-
riti og myndatöku af kransæð-
um, sem nú ryður sér til rúms.
Hjartakveisa (angina pec-
toris) er aðalsjúkdómseinkenni
kransæðaþrengsla og kemur
fram, þegar of lítið berst af
blóði til hjartavöðvans. Fleiri
sjúkdómar en kransæða-
þrengsli geta þó framkallað
sjúkdómseinkenni þetta. Má
þar til nefna sjúkdóma í aorta-
lokum, blóðleysi, hjartsláttar-
köst og aukin efnaskipti.
Aftur á móti getur verið um að
ræða mikil þrengsli, eða jafn-
vel algera stíflu í kransæðum,
án þess að fram komi einkenni,
sem rekja má til hjartans.
Þannig voru athuguð 476
hjörtu við sjúkdómadeild Pres-
byterian Hospital í New York.
Rannsókn þessi leiddi í ljós, að
einungis 20% sjúklinga með
kransæðaþrengsli höfðu fundið
til hjartaverks. Af hinum, með
kransæðastíflu í einhveri grein
kransæða, höfðu 40% fundið
til hjartaverks.
Þegar hjai'takveisa er til-
komin, er sjúkdómsgreiningin
venjulega auðveld, og þá er
oftast hægt að greina sjúkdóm-
inn af sjúki’asögunni einni
saman.
Hin sérkennilegu einkenni
hjai'takveisu eru vel kunn, svo
sem staðsetning vei’kjarins und-
ir brjóstbeini með útgeislun