Læknablaðið - 01.12.1961, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ
187
út í axlir, handleggi, háls og
neðri kjálka. Verkinn leggur
frekar til vinstri, svo sem á
svæðið neðan viðbeins eða
í vinstra brjóstvöðvasvæðið
(regio pectoralis).
Talið er, að verkurinn hafi
tilhneigingu til að setjast að í
þeim líkamshlutum, sem veikir
eru fyrir, svo sem í sjúkum
axlarlið, gigtriðnum hrygg og
rótbólginni tönn. Þessir af-
brigðilega staðsettu verkir hafa
annars á sér öll einkenni hjarta-
kveisu, og verður eðli þeirra
greint á því. Þeir koma við
áreynslu, einkum við gang eða
geðshræringu og gera fremur
vart við sig í kulda og eftir mál-
tíð.
Verkurinn hverfur fljótt við
hvíld, svo sem við að nema stað-
ar á göngu og í flestum tilfell-
um við nitroglycerininntöku.
Rétt er að gera ráð fyrir, að
hvers konar verkir, sem stað-
settir eru á svæðinu frá bring-
spölum að neðri kjálka og koma
við áreynslu og hverfa eftir
fárra mínútna hvíld, eigi upp-
tök sín í hjarta. Gildir þetta
einkum, ef verkurinn endur-
tekur sig alltaf nákvæmlega á
sama stað.
Sjúklingar með angina pec-
toris lýsa einkennum sínum
ekki ætíð sem verk, tala fremur
um herping, sviða, þrengsli,
magnleysi, mæði eða kökk fyrir
brjósti.
Nákvæm sjúkrasaga leiðir í
ljós eðli þessara kvartana. I
vafatilfellum er mikið atriði að
sjá sjúklinginn í „kasti“. Er þá
mjög sannfærandi að sjá sjúkl-
inginn fölan og með svita-
perlur á enni streitast við að
komast áleiðis löturhægt, jafn-
vel þótt á jafnsléttu sé.
Oft og einatt er ófullnægj-
andi að treysta á sjúkrasögu,
sem annar hefur tekið af sjúkl-
ingnum. Kemur þetta oft í Ijós
á sjúkradeildum. Það skerpir
rnjög sjúkdómsgreininguna að
standa augliti til auglitis við
sjúklinginn og spyrja hann
sjálfur í þaula.
Fyrir kemur í vægum tilfell-
um, að sjúklingurinn hefur alls
ekki orð á þessu eina hjarta-
sjúkdómseinkenni, hjartakveis-
unni, að fyrra bragði og kann
þá að vera með hugann við
önnur og ómerkari sjúkdómsein
kenni, sljór af elli eða sjúkleika,
eða er lélegur sögumaður. I
slíkum tilfellum byggist sjúk-
dómsgreiningin á því, að lækn-
inum hugkvæmist að spyrja
sjúklinginn beinna spurninga
þar að lútandi.
Rannsóknir á sjúklingum
með hjartakveisu leiða oft ekk-
ert í Ijós. Jafnvel hjartaritið er
eðlilegt hjá meira en þriðjungi
þeirra, sé það tekið í hvíld.
Talið er, að kransæðaþrengsli
valdi afbrigðilegum sjúkdóms-
einkennum í 25% tilfella. Er
þá um að ræða óvenjulega stað-
setningu verkja, óljós áhrif