Læknablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ
195
töku lyfsins. Ekki er því ástæða
til að halda aftur af fólki með
notkun nitroglycerins, enda
þurfa margir að nota það ríf-
lega, stundum fleiri plötur en
eina, annaðhvort í senn eða með
um 5 mín. bili. Einstaka sjúkl-
ingar komast með þessu móti
upp í 10—20 plötur á sólar-
hring, án þess að það virðist
koma að sök. Hitt er svo annað
mál, að þessum sjúklingum er
tvímælalaust betra að leita sér
áhrifameiri lækninga, þar sem
annaðhvort er, að þeir kunna
ekki að aðlaga sig sjúkdóminum
eða um æðaþrengsli á háu
stigi er að ræða, með mikilli
hættu á æðastíflu.
Amylnitrit er áhrifameira
en nitroglycerin, en aukaverk-
anir meiri, og er það því sjaldn-
ar notað.
Hægvirk nitritlyf (erythrol-
tetranitrat, pentytrit o. fl.)
eru mörgum sjúklingum gagn-
leg. Áhrifa þessara lyfja gætir
oftast eftir 10—15 mínútur og
endast 3—4 klukkustundir.
Þau eru því oftast gefin 3—4
sinnum á sólarhring, og gætir
þá æðavíkkandi áhrifa þeirra
mestan hluta sólarhringsins.
Theophylamin og skyld lyf
hafa nokkur víkkandi áhrif á
kransæðar og ættu því eins og
langvirku nitritlyfin að geta
bætt næringarástand hjarta-
vöðvans og þannig gefið nátt-
úrunni tóm til myndunar hliðar-
blóðrásar.
Khellin (seyði úr jurtinni
ammi visnaga, sem vex við Mið-
jarðarhaf austanvert) hefur
veruleg áhrif á hjartakveisu,
en vegna mikilla aukaverkana
hefur notkun lyfsins næstum
fallið niður. E-vitamín (alpha-
tocopherol) var mjög í tízku
fyrir nokkrum árum, en hefur
ekki staðizt dóm reynslunnar.
Oestrogen hafa verið reynd,
með þeim rökstuðningi, að kon-
ur með virka eggjastokka fái
sjaldan kransæðakölkun, enda
hefur þetta lyf tvímælalaust
áhrif á lipóið-samsetningu
blóðsins.
Testosterone var mikið lofað
á tímabili, en er nú talið skað-
legt (P. Wood). Sama máli
gegnir um önnur androgen lyf.
Loks er að geta lyfja, sem
eiga að geta hindrað endogen
kólesteról-myndun (inositol, si-
tosterol o. fl.). Notkun þessara
lyfja verður enn að telja á til-
raunastigi.
Þegar ekki næst árangur
með lyfjameðferð, hafa menn
reynt ýmsar aðrar lækninga-
aðgerðir. Má þar til nefna
skurðaðgerðir, svo sem sympa-
thectomia, myndun samvaxta
milli blaða gollurshúss og aðr-
ar aðgerðir til að auka blóðrás
til hjartavöðvans. Árangur af
öllum bessum aðgerðum hefur
vei'ið óviss í flestra höndum.
Loks hafa menn valið þá leið
að minnka starfsemi skjald-
kirtils og þar með súrefnis-