Læknablaðið - 01.12.1961, Síða 88
196
LÆKNABLAÐIÐ
þörf hjartavöðvans, sem og
annarra vefja. Er þetta gert
með brottnámi hluta skjald-
kirtils með skurðaðgerð eða
með lyfjum (tiourea-lyf, geisla-
virkt joð o. fl.). Árangur er
vafasamur, enda fræðilega tví-
eggjað, þar sem þessar aðgerð-
ir leiða til aukningar kólesteróls
í blóði.
Af fylgikvillum kransæða-
sjúkdóma, sem þarfnast sér-
stakrar meðferðar, má telja
þessa helzta: hækkaðan blóð-
þrýsting, offitu, blóðleysi, syk-
ursýki og taugaveiklunarein-
kenni (sem oft gerir ástand
kransæðasjúklinga stórum
ískyggilegra en ella myndi).
Við yfirvofandi kransæða-
stíflu eða ef kransæðagrein
hefur þegar lokazt, er að sjálf-
sögðu bráð nauðsyn sérstakra
aðgerða, sem ekki verður við
komið, svo að vel sé, nema á
sjúkrahúsum, og eru þessar
helztar:
1) Rúmlega í 3 til 6 vikur,
en þar á eftir hvíld frá
störfum í 2—3 mán. Sumir
læknar hafa ráðlagt fóta-
vist sem allra fyrst, ef á-
stand sjúkl. leyfir, í þeim
tilgangi að hindra æða-
bólgur og storkuvörp (em-
bolia). Ekki sýnist ástæða
að taka á sig áhættu af
fótavist sjúklinga með
bi’áða infarkta, ef storku-
vörnum er beitt.
2) Verkjastillandi lyf, svo
sem til þarf til þess, að
líðan sjúklinga verði vel
bærileg. Oft þarf til þessa
mikla lyfjagjöf, og er mor-
fín vafalaust bezta lyfið,
einnig vegna þess að það
dregur úr angist sjúkling-
anna og kvíða, en hræðsl-
an leiðir til aukinnar steró-
ið-framleiðslu og meira
álags á hjartað. Róandi
áhrif og andleg uppörvun
eru þessum sjúklingum
mikil nauðsyn, og skyldu
læknar því gæta sín að
vera ekki of alvarlegir og
bölsýnir í návist þeirra.
3) Lítil matartekja fyrstu
daga veikindanna bætir
batahorfur.
4) Æðavíkkandi lyf, svo sem
theophylamin, þykja ráð-
leg.
5) Storkuvarnir (heparin-
dicumarol) frá fyrstu
byrjun.
6) Chinidin er ráðlagt, ef
óregla á hjartslætti gerir
vart við sig eða er talin
yfirvofandi. Digitalismeð-
ferð er sjálfsögð, ef
hjartabilunareinkenni
koma fram, og ekkert
annað mælir þar í móti.
7) Súrefni er gefið sjúkling-
um, sem eru móðir eða
sýna önnur einkenni um
súrefnisskort.
8) Lostarvarnir (með wya-
min, aramin, amphetamin,