Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1961, Síða 89

Læknablaðið - 01.12.1961, Síða 89
LÆKNABLAÐIÐ 197 nor-adrenalin o. fl.) gefast misjafnlega, en eru taldar nauðsynlegar, ef blóðþrýst- ingur fellur ískyggilega (t. d. niður fyrir 90 mm.Hg.). 9) Cortisone hefur verið reynt, og eru menn ekki sammála um árangur. Sannað þykir, að lyfið geti gert gagn með því að hindra bjúgmyndun í hjartavöðva og takmarka infarkt, en á hinn bóginn tefur lyfið fyrir eðlilegri örmyndun. Storkuvarnir: Um þennan þátt meðferðar vísa ég til greinar í Læknablað- inu 1960, 123.—133. bls. Síðan sú grein var rituð hefur kom- ið fram gagnrýni á þessa með- ferð, og greinir menn enn sem fyrr á um gagnsemi hennar. Óhaggað virðist þó standa, að þar sem þessari meðferð er mestur sómi sýndur, bætir hún batahorfur sjúklinga stórlega, og meira en nokkuð annað, sem menn hafa nú upp á að bjóða. Hitt er jafnvíst, að þar sem meðferðin er framkvæmd af kæruleysi, getur hún eins vel orðið til ills, en það sama mætti segja um margar aðrar lækn- ingaaðgerðir. Til viðbótar greininni í Læknablaðinu vil ég benda á eftirfarandi atriði: 1) Ekki er unnt að taka í meðferð alla þá menn, sem einkenni hafa um æða- kölkun í kransæðum, þó að það væri í sjálfu sér æskilegast, þar sem ekki er unnt að segja fyrir um, hverjir þeirra muni fá æðastíflu. 2) Nauðsyn er því að velja úr þá sjúklinga, sem mesta þörf hafa og mestar líkur fyrir bættum batahorfum með þessari meðferð. Eftir því sem bezt er vitað, er í fyrsta lagi um að ræða hina yngri sjúklinga (inn- an 60 ára), og sennilega öðrum fremur þá, sem ættarsögu hafa, er bendir til arfgengis sjúkdómsins. 3) Ekki er nóg að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið í hann. Nauðsyn er því að byrja meðferð, þeg- ar er fyrstu sjúkdómsein- kenni (ótvíræð hjarta- kveisa) gera vart við sig, og mætti þó segja, að það væri í seinna lagi, ef tök væru á að greina sjúk- dóminn fyrr. 4) Séu menn ekki reiðubún- ir að leggja á sig þá miklu vinnu, natni og alúð, sem nauðsynleg er til að beita þessari meðferð eins og bezt verður á kosið, er eins gott að láta hana vera.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.