Læknablaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
117
Júlíus Sigurjónsson:
ATHUGANIR Á TÍÐNI MAGA-
KRABBAMEINS
1 skýrslum um banamein í Mannfjöldaskýrslum Hagstofunnar
eru illkynja æxli ekki sundurliðuð eftir líffærum fyrr en á fimm
ára bilinu 1936-40, og þá aðeins að mjög takmörkuðu leyti, t. d.
er þar ekki greint á milli cancer ventriculi og cancer bepatis.
I næstu fimm ára skýrslum (1941-45 og 1946-50) er sundur-
liðun orðin allýtarleg, samkvæmt endurskoðaðri banameinaskrá,
og kemur lítt að sök, að þar er talið saman cancer ventriculi og
cancer duodeni. Sá galli er þó hér á, að flokkun eftir aldri og
kyni nær aðeins til heildartölu illkynja æxlna. Það er fyrst eftiv
1950, að slík flokkun nær til illkynja meina i einstökum líffær-
um eða líffærakerfum.
Til þess að finna dánartölu illkynja meina í tilteknu líffæri á
fyrri tímum hefur því þurft að kanna frumheimildir, dánarvott-
orð lækna og skýrslur presta. Þess háttar athugun skráðra bana-
meina á fjögra-ára tímabilum, sem náðu yfir manntalsárin frá
1920 til 1950, leiddi í ljós, að dánartala magakralibameins hefur
verið áberandi há hér á landi. Meðal karla var litlu minna en
helmingur allra illkynja æxlna upprunninn í maga, en um fjórð-
ungur til þriðjungur meðal kvenna. Hér komu þó ekki öll kurl
til grafar, því að oft vantaði fullnægjandi uiiplýsingar um aðset-
ur meinsins.1
Um sama leyti athugaði Níels Dungal skráð banamein frá
1930-49 og komst að líkri niðurstöðu, þ. e. að magakrabbi væri
um 50% allra illkynja æxlna karla (samkvæmt krufningum
45%), en um 33% meðal kvenna.2 Síðan gerði hann samanburð
á tíðni magakrabbameins eftir landshlutum, og var hún furðu-
breytileg. Dungal taldi líklegt, að þarna væri nokkur samferð við
neyzlu reykts lax og silungs, en annars hafði hann og í huga
hangikjöt og annan reyktan mat.3 Rottur, sem aldar voru á
hangikjöti og reyktum silungi, fengu ósjaldan illkvnja æxli,
helzt sarcomata, að vísu ekki í maga, heldur í lifur, lungum og
víðar.3 Fjölhringa kolvatnsefnis-sambönd höfðu og fundizt í
þessum mat, þar á meðal krabbameinsvaldurinn 3,4-benzo-
pyrene.4