Læknablaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 68
146
LÆKNABLAÐIÐ
greiningarupplýsingar öðruvísi en í samhæfingu við aðrar rann-
sóknaraðferðir, svo sem t. d. æðarannsókn.
Önnur notkun geislavirkra samsætna er svonefnd scintigrafia
eða „renal scanning“, sem byggist á því, að geislavirkt efni lileðst
upp í starfhæfum nýrnavef. Þannig má sýna fram á upphleðslu-
rof í nýrnarvefnum, t. d. við æxli eða stíflu (infarcta), en hins
vegar er ekki unnt að greina þar á milli.
Kvikmyndun og myndsegulband: Með upptöku á röntgenkvik-
mynd eða myndsegulband má fá mjög góðar og órofnar upplýs-
ingar um einstaka hreyfiþætti i rannsókninni á þann hátt, sem
ekki er gerlegt með einstökum myndum. Við þvagfærarannsókn-
ir hafa þessar aðferðir einkum gildi í sambandi við hreyfimat á
nýrnaskjóðum og þvagleiðurum, en einkum og sér í lagi þó við
rannsóknir á starfsemi blöðru og tæmingu hennar, eins og nán-
ar verður vikið að síðar.
RÖNTGENRANNSÖKNIR Á BLÖÐRU OG URETHRA
Þvaghlaðran er algengasta vaxtarsvæði illkynja æxla í þvag-
færum, en um raunverulega úthreiðslu slíkra æxla í hlöðruveggn-
um og út fyrir hann verður lítið sagt án æðarannsókna.1
Pneumocystografia, eða tvískuggarannsókn á hlöðru, er í þvi
fólgin að skuggaefnisþekja slímhúðaryfirborð blöðrunnar, en
fylla hlöðruna því næst af lofti eða súrefni.3 Þessar rannsóknir
veita mjög mikilvægar upplýsingar um bæði fjölda og útbreiðslu
æxla í blöðrunni sjálfri og einnig úthreiðslu og tegund blöðru-
hálskirtilsstækkana, og er sem slík rannsókn mikilvæg viðhót við
Urethrocystografia: Þessi rannsókn hefur verið gerð hjá körl-
um um rúmlega þriggja áratuga skeið eða frá því, að Knutsson
lýsti fyrst tækjabúnaði til framkvæmda hennar. Auk mikilvægra
upplýsinga um útbreiðslu og tegund blöðruhálskirtilsauka veitir
þessi rannsókn upplýsingar um hvers konar meðfæddar eða á-
unnar lokanir, útpokanir (diverticula) eða þrengsli í urethra
sjálfri.
Venjuleg urethrocystografia, sem gerð er með inndælingu
skuggaefnis upp um urethra skiptir mestu máli sem rann-
sóknaraðferð hjá karlmönnum. Við rannsókn á urethrasvæðinu
hjá konum og börnum er liins vegar oftast mestar upplýsingar
að fá við mictionscystografiu.
Mictionsystografia: Þessi rannsóknaraðferð, sem er í því fólg-
in að fylla þvagblöðruna skuggaefni og taka síðan röntgen-