Læknablaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 24
118
LÆKNABLAÐIÐ
Þessar rannsóknir Dungals vöktu allmikla athygli, og á árinu
1962 fékk hann styrk frá National Cancer Institute í Bandaríkj-
unum til að standa fyrir frekari rannsóknum á vegum Krabba-
meinsfélags Islands.
Jafnframt veitti sama stofnun styrk til F. Sargents, prófessors við
Illinois-háskóla, til sérstakra rannsókna i sambandi við krabbamein hér
á landi. Á vegum hans dvaldist dr. R. W. Armstrong frá Nýja Sjálandi
hér sumarið 1962. Ferðaðist hann víða um Rangárvalla- og Skagafjarð-
arsýslur og tók sýni af neyzluvatni, jarðvegi og jarðargróðri frá býlum.
þar sem sjúklingar með krabbamein i maga höfðu verið langdvölum, áður
en sjúkdómurinn kom fram, en einnig frá nálægum bæjum, þar sem
svo var ekki háttað. Seinna fékk hann svo send mjólkursýni frá flestum
hinna sömu heimila. Magn fjölmargra steinefna, aðallega snefilefna, var
ákvarðað (B, Al, Cr, Mn, Fe, Cu, Zn, Mo, Pb, Co, Mg o. fl.), og reynd-
ist það sem vænta mátti nokkuð breytilegt, en varla á þann veg, að grun
vekti um samband við tíðni krabbameins. 5 6
Verður nú aðalþátta rannsóknanna getið að nokkru, en ýtar-
legri greinargerðir hafa verið birtar annars staðar. 7-s n-is
1. Endurskoðun skráningar bananieina
Athuguð voru öll dánarvottorð og dánarskýrslur presta frá
árunum 1921 til 1963. Þegar um illkvn ja mein var að ræða (nr.
140-205 skv. hinni alþjóðlegu banameinaskrá, 1957), voru allar
helztu upplýsingar þar um skráðar á gatakort, en síðan aukið við
þær, eftir því sem efni stóðu til, og flokkunartala ákveðin eftir
áðurnefndri banameinaskrá.
Eins og þegar hefur verið getið, var skráningin, einkum áður
fyrr, oft ófullkomin, m. a. að því leyti, að meinið var ekki —-
eða illa staðfært. Þessi tilfelli voru athuguð nánara, og var mik-
inn stuðning að fá af skrám héraðslækna yfir krahbameinssjúkl-
inga, er hófust 1932, en einnig var leitað upplýsinga frá öðrum
læknum, sjúkrahúsum, Rannsóknastofu Háskólans i meinafræði
o. fl. 7
Dánartölur tíu-ára bila frá 1921-60 voru reiknaðar eftir kyni
og aldri, og eru þær sýndar í 1. og 2. töflu, að viðbættum tölum
5-ára bilsins 1961-65. Meðalstærð aldursflokka hverju sinni var
áætluð eftir tölum manntalsskýrslna og mannfjöldaskýrslna.
Gera má ráð fyrir, að fyrstu áratugina tvo, og jafnvel lengur,
hafi horið meira á vantalningu krahhameins í efstu aldursflokk-
unum en síðar varð, því að þá var algengt, að „elli“ væri skráð
sem banamein. Fyrsta áratuginn, 1921-30, voru og ókunn eða
illa greind hanamein tiltölulega mörg. Þegar þetta er haft í huga
og miðað við aldursflokka neðan 75 ára aldurs, verður ekki séð,