Læknablaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ
141
Ásmundur Brekkan:
RÖNTGENRANNSÓKNIR
Á ÞVAGFÆRUM*
Stutt ijfirlit um rannsóknaraðferðir
Allt frá upphafi þróunar röntgengreiningar hafa röntgenrann-
sóknir á þvagfærum verið mikilvægt og forvitnilegt rannsóknar-
efni og vænlegt til margvíslegra upplýsinga um starfrænt og vef-
rænt ástand hlutaðeigandi líffæra. Allt fram til loka fimmta ára-
tugs aldarinnar voru þó aðeins þrjár rannsóknaraðferðir, sem al-
mennt var beitt: yfirlitsmyndir án skuggaefnisgjafa, urografia
eftir inndælingu skuggaefnis í bláæð og pyelografia (retrograd
pyelografia). Það var aðeins á stöku stað, sem beitt var æðarann-
sóknum, og þá nær eingöngu með beinni ástungu á ósæð (aorta),
eftir aðferð Dos Santos.5 Enn fremur var einstöku sinnum beitt
þeirri rannsóknaraðferð að dæla súrefni eða lofti i vefi bak lif-
himnu (pneumoretroperitoneum).
Röntgengreining á sjúkdómum nýrna og þvagfæra hafa á þeim
tveim áratugum, sem síðan eru liðnir, þróazt þannig, að nú stend-
ur til boða fjöldi rannsóknaraðferða, sem gera kleifa fullkomn-
ari starfræna og vefræna röntgenrannsókn á líffærakerfi þessu.
í töflu eru gerð skil helztu rannsóknaraðferðum þeim, sem
nú er beitt við greiningu þvagfærasjúkdóma, og hér á eftir verð-
ur í stuttu máli skýrt frá þessum rannsóknaraðferðum.
Þess skal fyrst getið, að sú framþróun, sem orðið hefur, er að
verulegu leyti því að þakka, að fram hafa komið skuggaefni til
inndælingar í æðar, sem bæði innihalda hið virka skuggaefni,
joð, í meira magni en fyrri og hafa auk þess í för með sér færri
aukaverkanir en áður þekktust. Fullkomnun röntgentækja og
annarra hjálpartækja hefur orðið til þess að fleyta þessari grein
sem öðrum ört fram á veg.
Yfirlitsmyndir af þvagfæram án skuggaefna: Slikar vfirlits-
myndir eru vitanlega nauðsynlegur undirbúningsþáttur í vel
flestum þeim röntgenrannsóknum, sem hér eru taldar á undan.
Upplýsingar þær, sem fást af yfirlitsrannsókn, varða stærð, lög-
un og legu nýrnanna og afstöðu þeirra tila nnarra líffæra og
loks steina i nýrum.
* Röntgendeild Borgarspítalans.