Læknablaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 54
136
LÆKNABLAÐIÐ
2. mynd
Röntgenmynd af grindarholinu og Lippes-lykkju vinstra
megin í því.
holu. Tekinn var hluti úr netjunni nieð lykkjunni, og síðan
lieilsaðist konunni vel.
Þess hefur verið getið, að „boga-táekin“ valdi frekar garna-
flækju, ef þau herast út í kviðarholið, og er sagt frá einu slíku
dæmi í J. Olistet. Gynæc. Brit. Cwlth. í fehrúar 1969 al' dr. A. A.
Haspels við háskólakvensjúkdómadeildina í Amsterdam í Hol-
landi.
Sett var ANTIGON upp í leg 38 ára gamallar hjúkrunarkonu,
sem álti eitt barn. Legholið mældist sjö cm, og legið var aftur-
sveigt. Antigon var sett upp 6. marz 1968.
Konan veiktist með ógleði og vanlíðan, eftir að hún, ásamt
vinkonu sinni, hafði horðað hrátt kjöt á brauðsneið. Þær komu
á sjúkrahús. Vinkonan kastaði upp og heilsaðist síðan vel. Hjúkr-
unarkonan fékk tvisvar magaskolun og var áfram á sjúkrahús-
inu. Verkir voru miklir um naflann. Grunur var um, að maginn
hefði sprungið, og þess vegna var tekin röntgenmynd af kvið-
arholinu. Ekki var að sjá loft í kviðarholinu, en garnalykkjur
mjógirnis útþandar, og marghyrningurinn sást í hæð við nafl-
ann.
Gerður var holskurður og' sást þá undireins á löngu svæði
drep í mjógirni. Mjógirnislykkja hafði þræðzt gegnum marg-
hyrninginn, og var snúið upp á liana. Marghyrningurinn var tek-
inn i sundur, og þurfti síðan að fjarlægja 150 cm af mjógirni.