Læknablaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 52
134
LÆKNABLAÐIÐ
því að senda bréflega fyrirspurnir til 8506 lækna, og svöruðu
6449 þeirra. Tíu dauðatilfelli höfðu orðið og voru átta í Banda-
ríkjunum, en tvö í Kanada. Tvö dauðatilfellanna stöfuðu aí
„septiceaeniia“, annað eftir að I.U.D. var sett sex dögum áður,
en liitt af „septic emholi“ 17 dögum eftir, að I.U.D. var lagt upp.
Tvö dauðatilfelli urðu vegna bólgu i grindarholi og lífhimnu-
hólgu með fylgikvillum 6 og 25 dögum eftir, að sett hafði verið
inn í legið getnaðarvörn. Þau 561 lilfelli, sem höfðu í för með
sér alvarlega sjúkdóma, voru ýmiss konár, allt frá þvi að vera
barnsfararsótt við fósturlát, bráðlegpípubólga (salpingitis acuta)
og graftarígerðir i grindarholi og í fullkomna hlóðeitrun,
„septic shock“ með graftarígerðum upp undir þind.
Einn var sá flokkur alvarlegra fylgikvilla, sem er sérstaklega
athyglisverður, en það voru 15 tilfelli af gati (perforatio) á leg-
inu með þeim afleiðingum, að konan fékk þarmastíflur, „mek-
aniskan ileus“.
Þess var getið í 13 tilfellum, hvaða tegund af I.U.D. hefði ver-
ið notuð. Það voru allt „lokaðar“ tegundir, þ. e. bogar og emn
„INCUN“-hringur. Sérkennilegt er við öll þessi tæki, að það eru
lokaðir hringar, og dr. Tietze, sem vinnur hjá Population Coun-
cil í New York, hefur fundið gat á legi i 0,7% kvenna, sem hafa
„lokuð“ I.U.D., en aftur 0,04% við aðrar tegundir af I.U.D. Þann-
ig kemur í ljós, að þó að árangur sé sæmilegur og hringar
gangi sjaldan niður úr leginu, er áliættan á gati á legi og garna-
flækju svo algeng, að þessi aðferð getur ekki talizt eins örugg
og aðrar aðlerðir.
Frá öðru dæmi um árangur af notkun I.U.D. er sagt í ritgerð
eftir dr. M. Ismail Ragab, sem birtist í „The Gazette of thc
Egyptian Society of Gynecology and Ohstetrics“. Dr. Ragah segir
frá 25000 konum með I.U.D. og af þeim voru 43 tilfelli með gat
í legi, en hluturinn genginn út í kviðarholið. I 22 tilfellum voru
konurnar barnshafandi. Lokaður hringur var notaður í 34 til-
fellum, þar sem gat kom á leg, lykkja í sex tilfellum, en i tveim-
ur tilfellum stálhringur og einu sinni fjöður (spiral). Álitið er, að
flestar „perforationir“ komi, um leið og hlutunum er skotið upp.
Mismunandi er, hve mikið öryggi þessir hlutir í legholi veita
fyrir því, að lconur verða barnshafandi. Álitið hefur verið, að
fyrir stærri plasthlutana sé það 98,2% fyrir „spiral“, 97,1% fvrir
lykkjuna og um 94% fyrir bogann. Hætta á að verða barns-
hafandi er um 93% með stálhringa, en verður minni eftir því,
hve mörg ár konan liefur verið með hlutinn. Þrjár af hverjum