Læknablaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ
133
1. mynd
Myndir af nokkrum leglægum getnaðarvörnum úr plasti
og næloni. 1. Lippes-lykkja. 2. Ota-hringur. 3. Margulies
spiral, líka kallað GYNEKOIL. 4. Nælon-hringurinn, hespa
úr nylonþræði. 5. Birnberg-bogi. 6. SAF — T — COIL.
ar sammála um að láta ekki hluti upp í leg, nema konan sé bú-
in að eiga tvo til þrjú börn.
Meiri háttar slys koma fyrir, þó að þau séu sjaldgæí', og er
engin tegund þessara hluta, sem sett eru inn í leghol, örugg.
Þegar reynd er I.U.D.-aðferð í tugþúsundum og hundruðþúsund-
um tilfella, þá verður vart slíkra slysa.
Undanfarin ár hefur svo mikið verið ritað um I.U.D., og lög-
un hinna ýmsu hluta er svo margbreytileg, að þess verður ekki
nánar getið hér. En augljóst er, að það getur orðið konunni lífs-
bættulegt, ef hluturinn herst gegnum legið og inn í grindarhol
hennar og þar með eftir ástæðum upp um allt kviðarholið.
Læknablöð hafa birt ýmsar greinar um alvarlega sjúkdóma og
dauðatilfelli af völdum leglægra getnaðarvarna. Ameríska
læknablaðið „Obstetric and Gyneclogjf“ birti 1968 grein eftir
Scott, og segir hann frá rannsókn, sem hann framkvæmdi með