Læknablaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 30
124
LÆKNABLAÐIÐ
raunverulega verið mun algengari dánarorsök meðal bænda en
annars gerist hér á landi, enda í samræmi við það, að dánar-
talan var hærri i sveitum og kauptúnum en í kaupstöðum.
Guðmundur Þórðarson læknir, sem leiðbeindi við gerð
skýrslna um mataræði i Skagafjarðarsýslu, aflaði og upplýsinga,
eftir þvi, sem til náðist, um þá, sem árum saman böfðu feng-
izt við fuglatöku við Drangey og ihaft þar viðlegu um alllangt
slceið liverju sinni.
Svo virtist við fyrstu sýn, að þessum mönnum hefði siðar
meir verið öðrum fremur hætt við að fá krabbamein í maga,12
en staðfesting á því félckst ekki við nánari athugun.
4. Fjölhringa kolvatnsefna-sambönd í mat og neyzluvatni
Þorsteinn Þorsteinsson lifefnafræðingur annaðist þessar rann-
sóknir og notaði við þær Beckmans spectrophotometer (aðferð
Commins).
Þessi efni myndast við ófullkominn bruna eldsneytis og fylgja
sótmengun. Er þeirra helzt að vænta i reyktum mat og sviðn-
um. 1 sviðum, sviðnum yfir kolaglóð, varð magn þeirra allveru-
legt, þar af mældist 3,4 pg benzopyrene eitt um 20 pg í einu kíló-
grammi, og er þá miðað við ætan hluta. Enn meira fannst af
þessum efnum, þegar disilolía var böfð sem eldsneyti, en lítið,
ef sviðið var yfir própangasloga, þá var 3,4-benzopyrene vart
mælanlegt, þ. e. mun minna en 1 pg/kg. Eins var það um sjó-
fugla, aðeins vottur, ef nokkuð var finnanlegt, af benzopyrene, ef
sviðið var yfir gasloga, en mjög mikið, væri sviðið vfir kolaeldi
og þá miklum mun meira en í sviðum.14
Af reyktum mat — öðrum en sjófuglum, sem áður voru sviðn-
ir —- var það heimareykt hangikjöt, sem var mest mengað fjöl-
hringa sótefnum. Þar var 3,4-benzopyrene um 20 ug/kg,
stundum jafnvel talsvert meira, en í hangikjöti úr reykihúsum
var það aðeins um eða undir 1 pg/kg, enda hefur heimareykl
kjöt að jafnaði verið í miklu meira reykjarkófi og um
lengri tima en gerist í reykhúsum. Miklu minna fannst í lirossa-
kjöti, þótt heimareykt væri (1-2 pg), og minna en 1 pg/kg í
bjúgum. í reyktum ál (úr reykhúsi) var 3,4-benzopyrene um
1 gg/kg, 0,6 gg í silungum, en minna í rauðmaga (sömuleiðis
úr reykhúsi).
Tilraunir bentu til, að koma mætti að niiklu leyti í veg fyrir
mengun hangikjöts af benzopyiæne og öðrum fjölhringa sótefn-
um, þó að það sé látið hanga lengi i miklum reyk. Til þess virt-