Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 15

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Ritstjóri fraeðilegs efnis: Páll Asmundsson Ritstjóri félagslegs efnis: Arinbjörn Kolbeinsson 58. ÁRG. JÚNÍ 1972 1. HEFTI Erlingur Þorsteinsson HEYRNARBÆTANDI AÐGERÐIR — Síðari Kluti — SKÖPULAGSAÐGERÐIR Á HLJÓÐHIMNU OG MIÐEYRA Langalgengasta orsök varanlegra skemmda á hljóðhimnu og mið- eyra er eyrnabólga með útferð, sem varað hefur mánuði eða ár, annaðhvort stöðug eða síendurtekin. Sú skemmd, sem slík bólga veldur oftast, er gat á hljóðhimnu. Götin eru að sjálfsögðu misjöfn að stærð og staðsetningu. Flest eru aftan til á hljóðhimnu, en geta verið hvar sem er. Mjög sjaldan er meira en eitt gat. Stundum ná götin út að eyrnagangi og nefnast þá randstæð. Þau eru að ýmsu leyti varhugaverðari og erfiðari við- fangs en önnur göt. Alloft er hljóðhimnan öll horfin. í slíkum til- fellum má búast við, að heyrnarbeinin séu einnig skemmd eða eydd að mestu, þó að fyrir komi, að þau séu öll heil og hreyfanleg. Venjulega eru litlar skemmdir í miðeyra, þegar gatið er lítið, en þó eru undantekningar frá því, einkum ef það er efst á hljóð- himnu. Það heyrnarbein, sem oftast skemmist við langvinnar ígerðir, er steðjinn, og þá fyrst og fremst sá hluti hans, sem næstur er ístaðinu. Alloft er steðjinn eyddur að mestu og jafnvel ístaðsboginn líka (sjá 1. mynd). í verstu tilfellum er hamarinn einnig horfinn og fótplata ístaðsins lítt hreyfanleg í sporöskjuglugganum. Afleiðingar langvinnrar ígerðar eru stundum mikil bandvefs- myndun, m. a. kringum heyrnarbeinin, ýmiss konar samvöxtur þeirra við umhverfið og jafnvel stirðleiki í liðamótum. Þetta getur valdið

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.