Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 16

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 16
2 LÆKNABLAÐIÐ Þverskurðarmynd af eyra. heyrnardeyfu, þótt öll bein séu óskemmd, en oft eru þau þó einnig skemmd. Þegar hljóðhimnu vantar eða um stórt, randstætt gat er að ræða, getur yfirhúð vaxið inn í miðeyrað og klætt það allt eða hluta þess. Slík eyru eru einkar erfið viðfangs. Ég hef aðeins nefnt hér helztu breytingar, sem langvinn eyrna- bólga getur valdið í eyranu og máli skiptir í þessu sambandi, og sé ekki ástæðu til að fjölyrða nánar um það. Þó er einn skaðvaldur, sem ekki verður komizt hjá að minnast á. Það er hið svonefnda kolesteatom. Það getur gert mikinn usla í eyranu og umhverfi þess og heíur auk þess orðið mörgum að fjör- tjóni (sjá 2. mynd). Það myndast venjulega þannig, að yfirhúð hljóðhimnu eða eyrna- gangs vex gegnum gat, oft mjög lítið, á hljóðhimnu og inn í mið- eyrað. Þar myndast svo poki, sem stækkar smám saman og þenst út af dauðum yfirhúðarfrumum, sem verða að ljósleitum, þykkum graut. í þennan graut berast oft sýklar og rotnunargerlar, sem valda daunillri útferð úr eyranu. Kolesteatomið vex jafnt og þétt og ryður frá sér öllu, sem fyrir verður. Það getur ráðizt bæði á heyrnarbeinin, valdið heyrnardeyfu, og á hreyfitaug andlitsins og orsakað lömun. Stundum étur það gat

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.