Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 19

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 5 á hljóðhimnu eigi ávallt að loka, ef eyrað hefur verið þurrt í nokkra mánuði, hvort sem það bætir heyrn eða ekki, þar eð það hindrar sýkingu miðeyrans utan frá. Ef útferð er úr eyranu, þarf að reyna að stöðva hana og bíða með '•gerð, þar til eyrað hefur verið þurrt a. m. k. tvo mánuði. í sumum tilvikum tekst ekki að þurrka eyra með staðmeðferð og meðalagjöf, og er þá oftast um ígerð í stikli (mastoiditis) að ræða, og veldur hún útferðinni og stöðvast hún þá ekki, nema með aðgerð á stiklinum (resectio processus mastoidei). Áður en sköpulagsaðgerðirnar komu til sögunnar, var hinni svo- nefndu „róttæku aðgerð“ venjulega beitt í slíkum tilfellum, ef hljóð- himna og heyrnarbein voru illa farin. Við þá aðgerð voru leifar heymarbeinanna, að undanskilinni fótplötu ístaðsins, fjarlægðar ásamt ígerðinni í stiklinum og ígerðarholan og miðeyrað sameinað í eina stóra holu, sem klædd var yfirhúð. Þessi aðgerð er enn ekki úr sögunni, en notkun hennar orðdn mun sjaldgæfari en áður, og halda sumir því fram, að hún eigi alveg að víkja fyrir sköpulagsaðgerðum. Er þá annaðhvort fram- kvæmd stikilaðgerð fyrst og sköpulagsaðgerð síðar, eftir að eyrað er orðið þurrt eða báðar í sama skipti. Síðamefndu aðferðina notar M. Tos, aðstoðaryfirlæknir við amtsjúkrahús Kaupmannahafnar í Glostmp, sem nýlega birti árangur af 85 slíkum aðgerðum. Enda þótt hann þyrfti oftast að fjarlægja nokkuð af beini úr umhverfi miðeyrans til þess að komast fyrir ígerðina, leggur hann áherzlu á, að þessi aðferð taki gömlu róttæku aðgerðinni langt fram, bæði hvað varanlega stöðvun útferðar snerti og eins hvað heym áhræri. Hann telur, að varanlega þurr eyru megi fá í allt að 80% tilfella, og bætta heyrn hjá 75% með þessu móti. Holan eftir gömlu, róttæku aðgerðina þarfnast eftirlits ævilangt, og oft vill koma útferð úr henni. Gamla róttæka aðgerðin er sjálfsagt töluvert notuð enn, en mér þykir sennilegt, að hún muni hverfa með tímanum. f hennar stað mætti líklega oft nota sköpulagsaðgerð iv (sjá síðar), þegar ekki er unnt að gera við beinkeðjuna, og fá þannig bætta heyrn, þótt miðeyrað verði lítið annað en skinnklædd hola eins og við fyrrnefndu aðgerðina. Jafnvel þótt beinheyrn eða svonefnd innri heyrn sé svo léleg, að ekki sé „nothæfrar heyrnar“ að vænta eftir sköpulagsaðgerð, getur samt verið réttmætt að framkvæma hana, þar eð sú heyrnarbót, sem oft fæst með því móti, hjálpar mörgum sjúklingum til að hagnýta sér heymartæki. Hafi beinkeðjan rofnað af einhverjum ástæðum, er sjálfsagt að reyna að gera við hana, ef mögulegt er og útlit er fyrir, að það geti bætt heyrnina. Hin „innri heyrn“ getur þó verið svo léleg, að það sé tilgangslaust. Þar sem um kolesteatom er að ræða, þarf að fjarlægja það sem fyrst, og gera við skemmdirnar í eyranu. Mér virðist hár aldur ekki mæla gegn þeim aðgerðum, sem hér er rætt um. Elzti sjúklingur minn var 76 ára, og greri bótin á hljóð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.