Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1972, Qupperneq 25

Læknablaðið - 01.06.1972, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 11 Hafi steðjinn skekkzt mikið, er mjög erfitt að gera við það. Er hann þá venjulega tekinn út og lagður á ístaðið. Langi armurinn er oftast klipptur af honum (sjá 11. mynd). Ef svo stórt gat er á hljóðhimnu, að heyrnarbeinin sjáist vel, þarf venjulega ekki að lyfta henni. Brúnir gatsins eru særðar og búnar undir bætingu. En sjáist heyrnarbeinin ekki gegnum gatið, er nauðsynlegt að lyfta hljóðhimnunni, ef grunur leikur á, að bein- keðjan sé rofin. Komi þá í ljós, að sambandið milli steðja og ístaðs sé rofið, þannig að lítið eitt, t. d. einn eða tvo millimetra, vanti á langa steðja- arminn, kemur til mála að brúa bilið með einhverjum hætti. Fjöldi aðferða hefur verið notaður til þess, en með misjöfnum árangri, og stöðugt koma fram nýjar tillögur. Sýnir það, að viðfangsefnið er torvelt. Bilið hefur einkum verið brúað með stálvír, plasti, beini eða brjóski (sjá 10. mynd). a b c 10. mynd: Þegar lítið vantar á langa steðjaarminn (processus longus), má t. d. brúa bilið með vír (a), plastpípu (b), beini eða brjóski (c). Vanti mikinn hluta steðjans, er reynt að tengja ístað og hljóð- himnu á einhvern hátt. Plastpípu hefur t. d. verið komið fyrir milli ístaðs og hamarskafts eða hljóðhimnu (sjá 11. mynd a). Slíkir að- skotahlutir hafa reynzt varhugaverðir, einkum ef þeir hvíla á sjálfri hljóðhimnunni, og hafa þá stundum viljað ganga út í gegnum hana. Betur hefur reynzt að nota bein úr sjúklingnum sjálfum, helzt leifar af hamri eða steðja, ef einhverjar eru. Oftast eru það leifar af steðj- anum, sem til þessa eru notaðar. Eftir að steðjinn hefur verið tekinn út, er boruð dálítil hola í aðra hlið hans og hún lögð á ístaðið, þannig að ístaðshausinn fellur inn í holuna. Hin hlið steðjans, sem snýr út, snertir þá hljóðhimnu og hamarskaft. Steðjinn grær venjulega við ístað og hljóðhimnu og ber hljóðbylgjurnar á milli (sjá 11. mynd b og c).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.