Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 26

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 26
12 L/EKNABLAÐIÐ 1 a b c 11. mynd: Langa steðjaarminn vantar. a) ístað og hljóðhimna tengd með plastpípu. — b) Steðji fluttur yfir á ístað og stutta steðjaarminum stungið undir hamarskaftið, (séð utan frá). — c) Sama fyrirkomulag á þverskurðarmynd. Hljóðhimnugat- inu lokað með bót, sem liggur á steðjanum. Þessi aðferð hefur mörgum reynzt vel. Þó hefur komið fyrir, er fram líða stundir, að steðjinn hefur gróið við afturvegg miðeyrans, og veldur það meiri eða minni heyrnardeyfu á ný. Úr þessu má bæta með því að losa þennan samvöxt og leggja inn plastþynnu eða plast- svamp eða annað, sem hindrar nýjan samgróning. Hamarshausinn hefur verið notaður á svipaðan hátt og steðjinn, boruð í hann hola og hann svo settur ofan á ístaðið. Þegar of litlar eða engar leifar hafa verið af hamri eða steðja, má meitla dálítinn bita úr beininu bak við eyrað og nota hann á svipaðan hátt í staðinn. a) Hamarshausinn fjar- lægður, skaftið losað að mestu og lausi endi þess lagður á ístaðið. 12. mynd: Steðjann vantar. b) Hljóðhimnan eða bótin lögð á ístaðshausinn.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.