Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 29

Læknablaðið - 01.06.1972, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 13 Hamarskaftið hefur einnig verið notað í sama tilgangi. Það hefur þá verið klippt frá hausnum, losað frá hljóðhimnunni að mestu og fært til, svo að annar endi þess hvíli á ístaðinu (sjá 12. mynd a). Einnig má losa um hljóðhimnuna það mikið, að hún snerti haus ístaðsins og grói þar föst. Sé um bót að ræða yfir ístaðínu, er hún lögð á það (sjá 12. mynd b). Erfiðara er viðfangsefnið, þegar mikinn hluta steðjans og ístaðs- bogann vantar. Þá hefur stundum verið reynt að koma leifum steðj- ans fyrir þannig, að stutti armur hans (proc. brevis) hvíli á fótplötu ístaðsins, en sá flötur steðjans, sem út snýr, snerti hamarskaft og hljóðhimnu. Þessi aðferð hefur gefizt misjafnlega, því að erfitt er að skorða steðjann örugglega, en oft tekst það (sjá 13. mynd). 13. mynd: Istaðsbogann og langa steðjaarm- inn vantar. Leifar steðjans settar milli hamarskafts og fótplötu, þannig að stutti steðjaarmurinn hvílir á fótplötunni. Þegar bæði ístaðsbogann og steðjann vantar alveg, hefur verið búin til yfirbygging á ístaðið úr beini eða brjóski og látin ná „upp“ að hamarskaftinu. Þetta er erfitt verk og vandasamt, en gefur góða raun, þegar það heppnast vel. Einnig má taka hamarskaftið og setja það milli ístaðsfótplötu og hljóðhimnu (sjá 14. mynd a). Aðalerfiðleikinn liggur í að skorða það nógu vel, á meðan það er að gróa fast. Öruggara samband fæst sennilega með því að tengja fótplötu og hamarskaft með stálvír (sjá 14. mynd b). Ýmiss konar plastútbúnaður hefur verið notaður á svipaðan hátt (sjá 14. mynd c).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.