Læknablaðið - 01.06.1972, Síða 30
14
LÆKNABLAÐIÐ
a) Hamarskaftið losað að mestu,
lausi endi þess yddur og settur
á fótplötuna.
b) Annar stálvírsendinn festur á
hamarskaftið, xmdir hljóðhimn-
unni, en hinn beygður þannig, að
hann hvílir á mestum hluta fót-
plötunnar.
c) Plastpípa milli hamarskafts og
fótplötu.
b
Loks vil ég geta hér um aðferð, sem þjónar sama tilgangi, og ég
hef nefnt „rúllupylsuaðferðina“, en höfundur hennar er Þjóðverjinn
Offermann. Stefán Skaftason yfirlæknir nam hana hjá Offermann og
kenndi mér.
Úr æðarstúf eða bita af vöðvafelli eru búnar til nokkrar örsmáar
rúllupylsur. Þær eru lagðar á ístaðsfótplötuna, hver ofan á aðra, þar
til sú efsta er í hæð við hljóðhimnuna. Venjulega nægja þrjár eða
fjórar. Síðan er hljóðhimnan eða bótin lögð yfir, ef gat er á hljóð-
himnu á þessum stað (sjá 15. mynd).
Eftir einn eða tvo mánuði er þetta venjulega fullgróið og rúllu-
pylsustaflinn orðinn að þéttum streng, sem tengir saman hljóðhimnu
og ístaðsfótplötu og ber hljóðbylgjurnar á milli.
Þessa aðferð hef ég notað tvívegis.
í fyrra skiptið var það hjá miðaldra byggingatæknifræðingi, H. B.,
sem misst hafði heyrn á öðru eyra fyrir löngu. í hinu eyranu hafði