Læknablaðið - 01.06.1972, Side 44
LÆKNABLAÐIÐ
LEIÐBEININGAR
FYRIR GREINAHÖFUNDA
2(5
Fræðilegar greinar í Læknablaðið skulu sendar ritstjórn Lækna-
blaðsins, Domus Medica, Reykjavík.
Læknablaðið birtir vísindalegar greinar um öll svið læknisfræð-
innar, hvort sem þær eru byggðar á eigin athugunum og rannsóknum
eða samantekt á annarra reynslu, bæði yfirlits- og fræðslugreinar. Þá
eru og birtar styttri athugasemdir og lesendabréf.
Greinar skulu uppbyggðar á skýran hátt. Tilgangur greinarinnar
skal skýrt tekinn fram í inngangi. Athugunum og rannsóknum höf-
undar skal haldið sér í kafla. Oft hæfir að ræða síðan niðurstöður
höfundar og bera saman við fyrri þekkingu um sama efni. Að lokum
skulu niðurstöður dregnar. Öllum greinum byggðum á eigin reynslu
höfundar skal fylgja efniságrip (summary) á ensku.
Handrit skulu vera vélrituð, helzt í tveimur eintökum, með breiðri
(ca. 5 cm.) spássíu og tvöföldu línubili. Handritið skal vera snyrtilegt
og hreint; leiðréttingar skulu vera greinilegar. Þá hluta handrits, sem
prenta á með smáletri (petit) (sjúkdómslýsingar, aðgerðir o. fl.) á að
skrifa með sama línubili, en merkja greinilega á spássíu.
Greinartitill skal vera stuttur, en skýr, og lýsa viðfangsefni grein-
arinnar. Stundum er betra að hafa undirtitil. Inniheldur aðaltitill þá
eitt eða fleiri lykilorð, sem nauðsynleg eru til réttrar færslu greinar-
innar í spjaldskrá. Undir titil greinarinnar setur svo höfundur nafn
sitt og ef til vill nafn stofnunar þeirrar, þar sem að greininni hefur
verið unnið.
Töflur spara oft langt mál í texta og ætti ekki að nauðsynjalausu
að endurtaka í texta þær upplýsingar, sem í töflum standa. Töflur
skulu hafðar eins einfaldar og skýrar og unnt er. Hver tafla skal
skrifuð sér á blað, og þær skulu tölusettar í þeirri röð, sem um þær
er rætt í texta. Töflur mega hafa titil, og þeim skal fylgja stuttur
skýringatexti, svo að skilja megi þær án þess að lesa greinartexta.
í handriti skal merkt á spássíu, hvar staðsetja á hverja töflu.
Myndir skal velja af kostgæfni, og forðast ber að ofhlaða greinar
með myndum. Ljósmyndir skulu vera skýrar og verða að þola nauð-
synlega smækkun. Línurit og teikningar verða að vera skýrar og
snyrtilegar og teiknaðar með tússi á hálfgegnsæjan pappír. Höfimdur
verður að yfirvega, hvort línurit eða töflur skýri mál hans betur.
Myndir skulu tölusettar í þeirri röð, sem þær eru ræddar í greininni.
Ekki skal líma myndirnar á blað, en á bak þeirra skal límdur miði
með myndnúmeri og nafni höfundar. Ekki má skrifa á bak myndanna
sjálfra. Hverri mynd skal fylgja stuttur skýringatexti. Myndatexta
skal skrifa sér á blað. í handrit skal merkja á spássíu, hvar staðsetja
á myndir. Myndum, sem ekki eru runnar frá höfundi sjálfum, skal
fylgja skýring á uppruna þeirra.