Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 49

Læknablaðið - 01.06.1972, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 31 a inddyrI b ■ f grald* I • C bIdilofi d Ijfftur C ungbarn*vetnd ] s lysevardttof■ I t-knlr .n búningiklefar m. hJúkrunarkona O v sa p rsdsttng r fttmuskodun S stjirnun t f rsmkðl I un U rðntgen V kontrsster X hrlngsttgl y vs. sýnltaká Z rannsóknarstofa gudm þöt pitsson arkl takt í janúar 1970 lágu fyrir teikningar að læknamiðstöð. Verk þetta var boðið út í marz 1970 og er því nú að fullu lokið. Með grein þessari fylgja uppdrættir af 1. og 2. hæð suður- og tengiálmu hússins. Inn á uppdrættina eru settir bókstafir og til skýr- ingar listi yfir þær einingar, sem merktar eru bókstöfum. Eins og sjá má, eru tvennar dyr á fyrstu hæð, — aðrar sem aðal- inngangur í sjúkrahúsið og hinar ætlaðar slysavarðstofu. Þessi inn- gangur er í krika milli þjónustudeilda í suðurálmu og sjúkradeilda og eldhúss í austurálmu, Nauðsynlegt er, að sérstakur inngangur sé í slysavarðstofu, svo að fólk, sem verður fyrir slysum og er flutt með sjúkrabíl, ónáði ekki þá, sem um aðalinngang fara. Úr slysastofu (J) er greiður vegur að röntgenstofu (U), — öndvert slysavarðstofu er rannsóknastofa (Z) með sýnitökusalerni (Y). Úr kjallara og upp á 3. hæð liggur hringstigi (X). Á hæðinni eru fjórar viðtalsstofur lækna (L) með búningsklefum (N), og er þannig gengið frá þeim, að þeir notast einnig sem myrkraherbergi. Næst aðalinngangi verða lyftur (D) og við aðalinngang er einnig barnavernd (E). Á annarri hæð beint yfir barnavernd, næst slysagangi, er að- staða fyrir einn lækni, og verður þetta húsnæði væntanlega notað sem skrifstofa yfirlæknis lyflæknisdeildar og á þriðju hæð fyrir yfir- lækni skurðdeildar. Við hönnun þessa húsnæðis hefur verið leitazt við að búa svo um hnútana, að unnt væri að nýta hinar ýmsu einingar á fleiri en einn máta. Þá er og sá möguleiki fyrir hendi, að unnt er að breyta

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.