Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 81 fólgin hin almenna gagnrýni á skipan og yfirstjórn heilbrigðismál- anna. Gagnasöfnun og úrvinnsla vissra gagna fer enn fremur fram sitt með hverjum hættinum, eftir bví hvaða aðili á hlut að máli. Einkum á þetta við um stjórnunarleg gögn. Heilbrigðisþjónustan er margbrotið kerfi ýmissa stofnana og að- ila, sem áhrif hafa hver á annars störf. Þessi starfsemi er meðal stærstu „iðngreina“ á íslandi. í henni er bundið mikið fjármagn og hún er mannaflsfrek. Nýting kerfisins cg hinna einstöku stofnana er því mikið fjárhagslegt atriði. Hvernig til tekst um þróun kerfisins, getur skipt miklu máli kostnaðarlega séð. Með tilliti til þess, hve frumkvæðið er í höndum margra aðila, er einsýnt, að þróunarlegt aðhald verður að koma frá yfirstjórn þessara mála. Mér sýnist, að til þess að koma betra skipulagi á þessa yfirstjórn, sé fyllsta ástæða til þess að koma á fót sérstakri stofnun, er færi með áætlana- og skipulagsverkefni heilbrigðismála. Þessi stofnun ætti að samræma starfsemi hinna ýmsu þátta heilbrigðisþjónustunnar, gera áætlanir um heildarþróun og stuðla að rekstrarhagkvæmni. Þetta krefst sam- felldrar áætlanagerðar og stöðugra heilbrigðismálarannsókna með svipuðum hætti og nú er fyrir hendi í skólamálum. Verkefni þessara heilbrigðismálarannsókna yrðu í stuttu máli þessi: 1. Stofnunin safnar gögnum um heilbrigðismál. Hún gefur ein- stökum stofnunum fyrirmæli um, hvaða upplýsingum skuli safnað og með hverjum hætti. Hún annast úrvinnslu og birt- ingu þessara gagna og túlkun þessara upplýsinga. 2. Stofnunin hefði á hendi áætlanagerð fyrir heilbrigðiskerfið í heild og þróun þess. Þessi áætlanagerð tæki m. a. til um ný- byggingaþörf, fjármagnsþörf og mannaflaspá. 3. Stofnunin framkvæmdi athuganir á heilbrigðiskerfinu og rekstri þess, sem orðið gætu grundvölur að tillögum til endur- bóta á skipulagi kerfisins og samræmingu á hinum ýmsu þátt- um þess. 4. Stofnunin gæfi rekstrarleg ráð til stofnana innan heilbrigðis- kerfisins. 5. Stofnunin kynnti nýjungar, héldi námskeið og; gengist fyrir upplýsingamiðlun milli hinna ýmsu þátta heilbrigðiskerfisins, hinna ýmsu stofnana og mismunandi starfshópa. Stofnunin ætti að vera heilbrigðismálaráðuneytinu til ráðuneytis um rekstrarlag og skipulagsleg atriði. Stofnunin mundi ekki hafa framkvæmdavald, en starfa sem ráðgefandi eining. Gildi áætlanagerðar í heilbrigðismálum sem öðrum efnum felst í því, að áætlunin leiðir í ljós líklega þróun og hvernig bregðast megi við þessari þróun. Jafnframt er áætluninni ætlað að sýna, hvers hin væntanlega þróun krefst t. d. í fjármagni og mannafla. Áætlunin auðveldar þannig stefnumörkun. Sérhverja áætlun verður að skoða með nokkurri varúð, og hún krefst stöðugrar endurskoðunar til þess að vera hagnýtt stjórnunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.