Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 40
7(5 LÆKNABLAÐIÐ HLUTVERK LÆKNA I STJÓRNUN HEILBRIGÐIS- STOFNANA I Dagana 26. og 27. febrúar 1971 voru haldnir á vegurn L.l. umræðufundir um Hlutverk lækna í stjórnun heilbrigöisstofnana. Fundirnir, sem haldnir voru í Domus Medica, voru mjög vel sóttir; mikill áhugi og umræður almenn- ar. Til fundarins var boðið fjórum frummælendum, fil. dr. Rune Terzman, framkvæmdastjóra sænskra sjúkrahúsastjórna (Svenska Landstingsför- bundet), Guðlaugi Þorvaldssyni, prófessor, Kjartani Jóhannssyni, Ph. D. og Dr. Tómasi Helgasyni, prófessor. Fundarstjóri var Ásmundur Brekkan, yfir- læknir. Fara hér á eftir inngangsorð hans og eitt framsöguerindanna, en önnur tvö munu birtast í næstu blöðum. Ásmundur Brekkan yfirlæknir FORMÁLI Einn megintilgangurinn með undirbúningi þessara umræðufunda var að rifja upp, ræða ný viðhorf og beina ath.'yglinni að hlutverki lækna í stjórnun heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa. Gerð þjóðfélags- ins alls, og einnig heilbrigðisþjónustu þess, er í stöðugri endurnýjun og þróun, og því ber nauðsyn til að staldra við alloft og hugleiða, ekki hvað sízt þá þætti, sem snúa að stjórnun og rekstri jafnmikilvægs hluta þjóðfélagskerfisins, sem sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir eru. Eins og annars staðar hefur á þessu sviði verið að gerast og er að gerast gjörbylting á fjárhagslegri, félagslegri og tæknilegri afstöðu til heilbrigðismálanna. Pólitískt gera þegnar hins svonefnda velferðar- þjóðfélags æ ríkari kröfur til heilbrigðisþjónustunnar og má segja, að heilbrigðisþjónustan og þá sér í lagi sjúkrahúsin séu stöðugt að reyna að fullnægja eftirspurn, sem er algjörlega óseðjandi. Afleiðingin af þessari þróun verður sú, að þeim mun örari sem breytingin er á þjóðfélagsgerðinni og þar með einnig á pólitískum og sérmarkmiðum þegnanna og félagsheildarinnar, þeim mun ríkari nauðsyn er til þess að huga að því, á hvern hátt þessu margflókna og geysidýra stjórn- unarkerfi verði bezt stýrt. Nú er það staðreynd, hvað sem öðru líður og að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ógleymdum, að í stjórnun og rekstri sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustunnar yfirleitt hlýtur læknir- inn að hafa lykilaðstöðu. Öll tilvera og gerð sjúkrahúsakerfisins, í hvaða mynd sem er, hlýtur að lokum að grundvallast á læknisfræði- legum ákvörðunum. Læknisfræðilegar ákvarðanir eru vissulega teknar af fleiri aðilum en læknum einum. Það er um þessar ákvörðúnar- leiðir og framkvæmdir þeirra í stjórnun sjúkrahúsa, sem ætlunin er, að umræðurnar hér snúist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.