Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ
57
mjög hættulítil, jafnvel fyrir sjúklinga, sem hafa umfangsmikla kölk-
un í kransslagæðum.2 8 30 Þessi aðferð er sú nákvæmasta til að stað-
festa eða útiloka kransæðakölkun, og er ásamt röntgenmynd af hjarta-
hólfum og hjartalokum (angiocardiography) nákvæmasta rannsóknar-
aðferðin til að dæma um þörf sjúklinga fyrir skurðaðgerð á krans-
slagæðum, lokum eða hjartavöðva. Fyrir utan að vera eina leiðin til
þess að staðsetja æðakölkun í kransslagæðum fyrir skurðaðgerð, er
þessi rannsókn ómetanleg og sú eina, sem gefur nákvæmar upplýsingar
um árangur af skurðaðgerðum við æðakölkun í kransslagæðum.6 Það
hefur því verið sagt, að skurðaðgerðir í kransslagæðum hjartans
byrji og endi með þessari rannsókn.8
HJARTA-LUNGNAVÉL
Flestar aðgerðir við æðakölkun á kransæðaslagæðum eru fram-
kvæmdar með aðstoð hjarta-lungnavélar, sem fullnægir loftskiptunum,
á meðan aðgerðin á æðunum fer fram. Vélin er tengd við líkama
sjúklings, venjulega þannig að eftir að búið er að fríleggja hjartað,
er opnað inn í hægra forhólf þess (atrium) og gegnum það eru þrædd-
ar tvær slöngur, önnur upp í vena cava superior og hin niður í vena
Mynd 2
Æðamynd af hægri kransslagæð.