Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 64
94
LÆKNABLAÐIÐ
Þá hefur verið rætt við Lyfjaverzlun ríkisins um stöðlun á ýmsum
hjúkrunarvörum, umbúðum og einnotavörum, og enn fremur hefur
ritari L.í. haft samband við þá Árna Björnsson og Ólaf Ingibjörnsson,
er nú vinna að því á vegum opinberra aðila að láta útbúa „slysa-
pakka“, sem notaðir verða, þegar stórslys ber að höndum.
b) sérhæft starfsfólk.
Að sjálfsögðu verður hjúkrunarkonum falið að vinna öll þau
störf, sem þær eru sérstaklega þjálfaðar til. Öðru sérhæfðu starfsíólki,
(eins og t. d. læknaritara og sjúkraþjálfara) er að jafnaði ekki til að
dreifa utan stærstu bæja. Er það verðugt verkefni fyrir L.í. að taka
upp baráttu fyrir, að kennsla í þessum greinum verði tekin upp og
þarfir landsbyggðarinnar allrar hafðar í huga.
c) rannsóknaraðstaða.
í hverri heilsugæzlustöð verði komið upp þeirri rannsóknar-
aðstöðu, sem nauðsynleg er til sjúkdómsgreininga eftir nútímakröfum.
Það fer eftir tengslum við sjúkrahús, hvaða tækjabúnaður telst nauð-
synlegur í heilsugæzlustöð, bví að ástæðulaust er að setja upp flókinn
tækjaútbúnað og dýran, ef þjónustuna er auðveldlega hægt að fá í
nærliggjandi rannsóknarstofu.
Þá þarf að koma upp eftirlitsþjónustu, þannig að minni rann-
sóknarstofurnar geti fengið mælingar til samanburðar (reference
laboratory), og er hér með auglýst eftir aðila, sem getur komið slíkri
þjónustu á stofn.
Öðrum þætti hefur og ekki verið nægilega sinnt, en það er að
þjálfa fólk í röntgenþjónustu. Nú er verið að kaupa tæki handa mörg-
um stöðum úti á landi, en hætt er við, að notkun þeirra verði víða
lítil og ófullnægjandi.
Hér er enn komið verðugt verkefni fyrir L.í. Því það hlýtur
óneitanlega að skjóta nokkuð skökku við að tala í sömu andránni um
bætta þjónustu og tækjakost, en láta viðgangast, að menn séu að fást
við hluti, sem þeir hafa lítið sem ekkert vit á.
d) húsnæði fyrir heilsugæzlu.
Á vegum heilbrigðisráðuneytisins er verið að vinna að gerð teikn-
inga að ,,prototypu“ fyrir heilsugæzlustöðvar og virðist þar vera vel
unnið og haganlega á málum haldið. Er því trúlega ekki ástæða til
að setja fram ákveðnar kröfur um húsnæði, en hins vegar nauðsyn-
legt fyrir L.í. að fylgjast með á hvern hátt ráðuneytið staðlar húsnæði
heilsugæzlustöðva.
LYFSALA
Stefna ber að því að læknar verði með öllu leystir undan þeirri
áþján að þurfa að annast lyfjasölu sjálfir.
í frumvarpinu, grein 16, 3, er gert ráð fyrir lyfjaútbúnaði eða
lyfjaútsölu í heilsugæzlustöðvum, ef lyfjabúð er ekki á staðnum. Þá
kröfu þurfa læknasamtökin að setja fram, að læknar hafi ekkert með