Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
69
Theódór Skúlason
I\ \1EIVIORIAIVI
Theódór Jón Skúlason læknir andaðist hinn 27. júlí 1970 og vil ég,
þótt seint sé, biðja Læknablaðið fyrir fáein minningarorð um hann.
Theódór fæddist 28. febrúar 1908 á Borðeyri við Hrútafjörð, sonur
Skúla Jónssonar kaupfélagsstjóra og Elínar Theódórsdóttur konu hans.
Hann lauk stúdentsprófi með 1. einkunn í Reykjavík vorið 1928, en
sneri sér ekki að háskólanámi fyrr en nokkrum árum síðar og inn-
ritaðist þá í læknadeild og varð kandídat veturinn 1936, einnig með 1.
einkunn. Skömmu síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar og stund-
aði þar framhaldsnám í lyflækningum, en eftir fjögurra ára dvöl er-
lendis kom hann heim og gerðist praktiserandi læknir í Reykjavík og
vann jafnframt á rannsóknastofu próf. Jóns Steffensen. Árið 1942
varð hann læknir við lyíjadeild Landspítalans og starfaði þar til
dauðadags, fyrst sem aðstoðarlæknir, en síðar deildarlæknir og yfir-
læknir og kennari við læknadeild Háskólans. Hann átti um skeið sæti
í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og var formaður þess 1946-47, en
formaður Félags lyflækna á íslandi 1961 og Félags sérfræðinga í
Reykjavík um allmörg ár.
Fyrri kona hans var Guðlín Ingiríður Jónsdóttir, en þau skildu
og hann kvæntist öðru sinni, Rósu Margréti Steingrímsdóttur.
Við Theódór bjuggum í nokkur ár undir sama þaki þegar við
vorum ungir menn, hann í læknadeild, en ég í menntaskóla, og kynnt-
ist ég honum þá allvel. Þegar hann fór utan til framhaldsnáms skrifuð-
umst við á öðru hvoru og á ég einvörðungu hlýjar minningar frá þess-
um kynnum. Hann skrifaði mér um margt skemmtilegt, sem fyrir
augu og eyru bar í útlandinu. Það leyndi sér ekki, að hann stundaði
nám sitt vel og bjó sig undir ævistarfið af mikilli kostgæfni. „Gaman
er að lesa monografíur specialistanna, þar sem þeir skrifa digrar bæk-
ur um einn einasta sjúkdóm,“ sagði hann í einu bréfa sinna. Síðar
æxlaðist svo til, að við sáumst heldur sjaldan og unnum aldrei saman.
Um það réðu mestu þær námsbrautir, sem við völdum, og svo vita-
skuld straumur lífsmóðunnar, sem stundum klofnar á eyrum eins og
önnur fljót og eftir það rennur sinn állinn upp að hvorum bakka.
Ekki er vafi á því að starf hans og kennsla á Landspítalanum
var honum mjög að skapi. Þar var hann réttur maður á réttum stað;
duglegum og hugmyndaríkum lækni nýttust þar enn betur hæfileikar
og þekking ep í erilsömum bæjarlækningum, og lærisveinum sínurr)