Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 54
80 LÆKNABLAÐIÐ 3. Sjúklingurinn er í uppskurði á hinum tiltekna könnunardegi. 4. Sjúklingurinn er til meðferðar eftir uppskurð. 5. Sjúklingurinn er til meðferðar (einkum lyflæknislegrar, og geislalækningar). 6. Sjúklingurinn er í eftirmeðferð. 7. Sjúklingurinn er krónískur. 8. Sjúklingurinn er jöfnum höndum til rannsóknar og meðferðar. Að því er varðaði æskilegan dvalarstað með tilliti til ástands sjúklingsins, voru eftirtaldir kostir tilgreindir: A. Ástands síns vegna gæti sjúklingur dvalizt heima eða við til- svarandi aðstæður. B. Ástands síns vegna gæti sjúklingur dvalizt á dvalarheimili, þar sem með dvalarheimili er átt við stofnun, er hýsir vist- menn, sem eru sjálfbjarga að mestu leyti, hafa fótavist og matast í sameiginlegum matsal. C. Ástands síns vegna gæti sjúklingur dvalizt á eftirmeðferðar- heimili, en með því er átt við stofnun, sem er að verulegu leyti eins og dvalarheimili, en hefur auk þess nokkra hjúkr- unarþjónustu og góða endurhæfingarþjónustu. D. Ástands síns vegna gæti sjúklingur dvalizt á hjúkrunarheimili, en með því er átt við stofnun, sem hjúkrar langlegusjúkling- um. Þegar athugunin var framkvæmd var tiltölulega lítið álag á spít- alanum, og því allmörg rúm auð. Enn fremur taldi hjúkrunarkona sú, er framkvæmdi könnunina, að óvenjufátt væri um sjúklinga, sem ekki „ættu heima“ innan veggja sjúkrahússins. Notkunarhlutfall (venjulega nefnt nýting) sjúkrarúma var svo- fellt, þegar könnunin var framkvæmd: Lyf læknisdeild 89 % Handlæknisdeild 95% Kvensjúkdómadeild 92% Húðsjúkdómadeild 100% Taugasjúkdómadeild 87% Sjúkrahúsið allt 92% í könnuninni kom fram, að af þeim 232 sjúklingum, sem á sjúkra- húsinu dvöldust á þessum tíma, höfðu 107 fótavist, eða um 46%. Þessi vitneskja er í sjálfu sér allathyglisverð. Hún áréttar, að sjúkrahúsin eru ekki fyrst og fremst stofnanir hinna rúmliggjandi lengur, heldur er nær helmingur sjúklinganna rólfær. Hið háa hlutfall sjúklinga með fótavist vekur til umhugsunar um tvennt. í fyrsta lagi hljóta kröfur sjúklinganna, sem fótavist hafa, til aðstöðu svo sem dagstofu, sjónvarps og þess háttar að verða allmiklar og fullnæging þeirra getur haft óbein áhrif á ástand þessara sjúklinga. í öðru lagi veitir fóta- vist sjúklinganna möguleika á að veita þeim þjónustu á kostnaðar- minni hátt en ella. Skal þar helzt minnt á matargjöf og möguleikann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.