Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 28
70 LÆKNABLAÐIÐ var hann ekki aðeins mikill fræðari heldur einnig lifandi fyrirmynd í dagsins önn. í íramhaldsnámi sínu hafði hann einkum lagt stund á hjartasjúkdóma og á Landspítalanum varð eitt meginverkefni hans baráttan við kransæðasjúkdómana. Bæði honum og vinum hans mun því hafa þótt það kaldhæðni örlaganna að hann skyldi sjálfur verða fyrir spjótalögum þessa höfuðóvinar, og varla getur hjá því farið að hann grunaði hvert stefndi hin síðustu misseri. Ég sá hann í síðasta sinni við útför aldavinar síns og skólabróður Þórarins Sveinssonar og fannst ég varla þekkja hann fyrir sama mann og áður, enda átti hann þá skammt eftir ólifað. Theódór var dagfarsprúður og ljúfur maður, en einarður og fastur fyrir þegar honum þótti við eiga; hversdagslega hlédrægur, en flest- um mönnum færari um að standa röggsamlega fyrir máli sínu, ef svo bar undir. Hann var sómi stéttar sinnar og harmdauði öllum, sem til hans þekktu. Þórarinn Guðnason FÉLAG ÍSLENZKRA LÆKNA í BRETLANDI íslenzkir læknar í Bretlandi hafa stofnað félag. Stofnfélagar eru 13, en rétt til inngöngu í félagið eiga allir íslenzkir læknar, sem greiða félagsgjald og ætla að dveljast á Bretlandseyjum sex mánuði eða lengur. Megintilgangur félagsins er að stuðla að því, að félagsmenn verði virkari íslendingar, meðan þeir dveljast erlendis. Er ætlunin að stofna til tjáskipta við íslenzka kollega í öðrum löndum og örva upplýsinga- streymi milli íslenzkra lækna á Bretlandseyjum og íslandi. Félagið hefur samið álitsgerð vegna væntanlegs frumvarps til laga um heilbrigðismál og sent stjórn L. L, heilbrigðismálaráðherra og heil- brigðismálanefndum Alþingis. Þá er ráðgert að safna upplýsingum um nám og námsaðstöðu íslenzkra lækna í Bretlandi og senda Læknablaðinu síðar til birtingar. Enn fremur hafa félagsmenn rætt um framhalds- menntun í læknisfræði á íslandi, og er ætlunin að semja greinargerð um það mál. Þá hyggjast félgsmenn beita sér fyrir könnun á því, hvern- ig efla megi styrki handa íslenzkum læknum til rannsóknastarfa og framhaldsnáms heima og erlendis. Stjórn félagsins skipa: Gunnar Sigurðsson, formaður, Helgi Valdi- marsson, ritari og Þórður Harðarson, gjaldkeri. Heimilisfang félagsins er: 8, Marryatt Court, Green Vale, Hanger Vale Lane, London W. 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.