Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 01.08.1972, Blaðsíða 58
88 LÆKNABLAÐIÐ og það er af og frá, að undirsérgreinar fái að ráða yfir og ráðskast með „tiltekinn kvóta af rúmum“, eins og stundum heyrist fleygt. Sjúkrastofnunin verður sífellt að geta lagað sig að breyttum aðstæð- um. Ég tek undir þær hugmyndir um sveigjanleika, sem dr. Tersmann kynnti hér í gær. Þetta verður brýnt verkefni hér hjá okkur í sam- bandi við samvinnu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Það verður að skil- greina verksvið þeirra hvers og eins, en þá skilgreiningu verður að endurskoða með jöfnu bili. Eigi samstarfið að nýtast til fulls, þarf yfirstjórnin að vera sveigjanleg. Þá minnir athugunin á, að stjórnendur deilda — yfirlæknar og sérfræðingar — verða að hafa vakandi auga með því, hvernig sjúkra- rými nýtist og þá, að sjúklingar vistist ekki í dýrara rými en þörf er á. Ákvörðun lækna á þessu sviði hefur kostnað eða sparnað í för með sér. Ég vil leggja áherzlu á það, að læknar og deildarhjúkrunarkonur hafa með höndum stjórnun og ákvarðanatöku varðandi daglegan rekstur spítalans. Á þeirra herðum hvíhr rekstur hinna ýmsu deilda frá degi til dags. Engum vafa er undirorpið, að nýting og afköst deildanna eru að miklu leyti komin undir stjórnunarhæfileikum þess- ara starfsmanna. Ráða má sérstakan, ódýrari starfskraft til þess að sinna ýmiss konar stjórnunarsýslu, svo sem vélritun og skýrslugerð, eins og gert hefur verið, en sjálf verkstjórnin og ákvarðanatakan hlýtur að verða í hendi lækna og deildarhjúkrunarkvenna. Af þessum sökum er mikils um vert, að þessir starfsmenn búi yfir nokkurri stjórnunarþekkingu. Stjórnandinn verður að gera áætlanir, skipuleggja verk og sam- hæfa þau, auk þess sem hann verður að hafa eftirlit með þeim verk- efnum, sem unnin eru í hans umsjón. Til þess að geta sinnt þessum verkefnum vel, er eðlilegt, að menn fái þjálfun á þessum sviðum. Gerð áætlana eða áforma fram í tímann er fólgin í því að leitast við að sjá fyrir líklega þróun og gera sér grein fyrir, hvernig henni skuli mætt. Skipulagning verka felst í því að hagnýta sem bezt tækjakost, mannafla og það húsrými, sem fyrir hendi er. Auk þess verður stjórn- andinn að sjá til þess, að starfsmenn inni af hendi þau verk, sem vinna þarf, og hafa eftirlit með, að vel og rétt sé unnið. Margt bendir til þess, að hlutverk stjórnandans í spítalarekstrin- um sé sífellt að verða vandasamara, og að stjórnunarhlutverk lækna og hjúkrunarkvenna sé sífellt að verða umfangsmeira. Þetta atriði verðskuldar sérstaka athygli, af því að þessir starfshópar eru alls andinn að sjá til þess, að starfsmenn inni af hendi þau verk, sem vinna líkindum valið sér starfssvið sakir áhuga á lækningastarfinu, en ekki á stjórnun. Á hinn bóginn er varla hægt að gera ráð fyrir því, að takast megi að sundurgreina lækningastarfið og stjórnunarverkefnið og fela það sitt hvorum aðila, því að stjórnunarverkefnið krefst góðrar kunnáttu á hinu faglega starfi. Þess vegna hlýtur stjórnunar- leg menntun þessara starfskrafta að vera raunhæfasta leiðin til þess að gera þá betur færa til stjórnunarlegrar forsjár. Eitt af því, sem veldur miklum vanda við rekstur stærri sjúkra- húsa, er það, að stjórnendur þeir, sem ákvarðanir taka, hafa ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.