Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1972, Side 40

Læknablaðið - 01.08.1972, Side 40
7(5 LÆKNABLAÐIÐ HLUTVERK LÆKNA I STJÓRNUN HEILBRIGÐIS- STOFNANA I Dagana 26. og 27. febrúar 1971 voru haldnir á vegurn L.l. umræðufundir um Hlutverk lækna í stjórnun heilbrigöisstofnana. Fundirnir, sem haldnir voru í Domus Medica, voru mjög vel sóttir; mikill áhugi og umræður almenn- ar. Til fundarins var boðið fjórum frummælendum, fil. dr. Rune Terzman, framkvæmdastjóra sænskra sjúkrahúsastjórna (Svenska Landstingsför- bundet), Guðlaugi Þorvaldssyni, prófessor, Kjartani Jóhannssyni, Ph. D. og Dr. Tómasi Helgasyni, prófessor. Fundarstjóri var Ásmundur Brekkan, yfir- læknir. Fara hér á eftir inngangsorð hans og eitt framsöguerindanna, en önnur tvö munu birtast í næstu blöðum. Ásmundur Brekkan yfirlæknir FORMÁLI Einn megintilgangurinn með undirbúningi þessara umræðufunda var að rifja upp, ræða ný viðhorf og beina ath.'yglinni að hlutverki lækna í stjórnun heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa. Gerð þjóðfélags- ins alls, og einnig heilbrigðisþjónustu þess, er í stöðugri endurnýjun og þróun, og því ber nauðsyn til að staldra við alloft og hugleiða, ekki hvað sízt þá þætti, sem snúa að stjórnun og rekstri jafnmikilvægs hluta þjóðfélagskerfisins, sem sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir eru. Eins og annars staðar hefur á þessu sviði verið að gerast og er að gerast gjörbylting á fjárhagslegri, félagslegri og tæknilegri afstöðu til heilbrigðismálanna. Pólitískt gera þegnar hins svonefnda velferðar- þjóðfélags æ ríkari kröfur til heilbrigðisþjónustunnar og má segja, að heilbrigðisþjónustan og þá sér í lagi sjúkrahúsin séu stöðugt að reyna að fullnægja eftirspurn, sem er algjörlega óseðjandi. Afleiðingin af þessari þróun verður sú, að þeim mun örari sem breytingin er á þjóðfélagsgerðinni og þar með einnig á pólitískum og sérmarkmiðum þegnanna og félagsheildarinnar, þeim mun ríkari nauðsyn er til þess að huga að því, á hvern hátt þessu margflókna og geysidýra stjórn- unarkerfi verði bezt stýrt. Nú er það staðreynd, hvað sem öðru líður og að öllum öðrum heilbrigðisstéttum ógleymdum, að í stjórnun og rekstri sjúkrahúsa og heilbrigðisþjónustunnar yfirleitt hlýtur læknir- inn að hafa lykilaðstöðu. Öll tilvera og gerð sjúkrahúsakerfisins, í hvaða mynd sem er, hlýtur að lokum að grundvallast á læknisfræði- legum ákvörðunum. Læknisfræðilegar ákvarðanir eru vissulega teknar af fleiri aðilum en læknum einum. Það er um þessar ákvörðúnar- leiðir og framkvæmdir þeirra í stjórnun sjúkrahúsa, sem ætlunin er, að umræðurnar hér snúist.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.