Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 19

Læknablaðið - 01.06.1973, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 103 Mynd 7. Ef aortalokan lekur, lokast mitrallokan hratt í upphafi díastólu, og vinstra forhólf hefur ekki afl til að opna lokuna aftur, ef lekinn er mikill. Til hægri er sýnd eðli- leg hreyfing mitralloku til samanburðax*. setja gerviloku á mitralstað, eða látið nægja að stækka lokugatið með hví að rjúfa samvexti milli lokublaðanna (valvo- tomi). Fallhraði lokunnar er oftast mikill hjá sjúklingum með insufficientia v. mitralis, einkum ef lokan er ekki mjög þröng. Þetta stafar af háum þrýstingi í vinstra forhólfi og hinu aukna blóðmagni, sem um lokuna fer. Ef lekinn stafar af því, að chordae tendineae hafa slitnað, er fallhraðinn oft meiri en 120 mm/sek og hreyfanleiki lok- unnar meiri en hjá heilbrigðum. Aukinn fallhraði sést bó ekki einvörð- ungu í leka á mitralloku, heldur einnig við aðra sjúkdóma, svo sem pericarditis constrictiva og stundum í cardiomyopathia congestiva. Ef væg stenosis og veruleg regurgitatio fara saman, lokast fremra blað lokunnar hratt fyrst, en siðan hægar. Það er ljóst, að echografi veitir upp- lýsingar um ástand og starfsemi mitrallok unnar, sem ekki er unnt að fá með öðrum aðferðum, að hjartaþræðingu meðtalinni Stundum getur því þóð klínisk rannsókn cg echografi gert þræðingu ónauðsynlega. jafnvel þótt til aðgerðar komi. Þetta er æskileg þróun, því að hjartaþræðing er ekki hættulaus aðgerð. Echografi getur verið gagnleg við grein- ingu leka á aortaloku.11'21 Ef lekinn er rnikill, lokast mitrallokan oft snemma í díastólu og opnast ekki aftur, þó að for- hólfin dragist saman (mynd 7). Þetta stafar aí því, að brýstingur í vinstra slegli verður hærri en í vinstra forhólfi vegna bakstreymis inn í slegilinn. Fallhraði lok- unnar er oft aukinn. Echografi hefur enn fremur varpað ljósi á hið umdeilda Austin--Flint óhljóð.21 27 Það virðist stafa af blóðstraumi frá aorta, sem beinist að mitrallokunni og veldur titringi í fremra lokublaðinu (mynd 8). Það er vel kunnugt, að sjúklingar með Austin-Flint óhlióð eru oft ranglega taldir hafa stenosis valvulae mitralls. I bessu tii- felli er því echografi mikilvægt hjálpar- tæki til að rétt sjúkdómsgreining fáist. Hjá sjúklingum með stenosis v. aortae

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.