Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1973, Síða 29

Læknablaðið - 01.06.1973, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 109 Umsjón og ábyrgð: Páll Sigurðsson, ráðunoytisstjóri 1. Alþióðaheilbrigðismálastofnunin Á þessu ári er minnzt 25 ára starfs Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, en stofn- dagur hennar er talinn 7. apríl 1948. Síðan hefur 7. apríl verið baráttu- og áróðursdag- ur stofnunarinnar — Alþjóðaheilbrigðismála- dagurinn. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur á þessum degi ár hvert valið sér sérstök eink- unnarorð. Að þessu sinni urðu fyrir valinu orðin: „HEALTH BEGINS AT HOME“ — sem á íslenzku mætti heita: „Heimilið er unair- ntaða heilbrigðis". Dr. M. G. Candau, framkvæmdastjórí A!- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir i ávarpi sínu þennan dag: „Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin hefur ávallt, síðan hún var stofnuð 1948, vyrst og fremst beitt sér gegn þeim heilbrigðisvandamálum, sem snerta milljónir og hundruð milljóna fólks. Samí sem áður finnst mér við hæfi á þessum degi, þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin minnist 25 ára starfs síns, að gefa gaum að heilbrigði hins þrönga heims fjölskyldunnar á heimilinu. Á sama hátt og öryggi hinna sl- þjóðlegu heilbrigðismála er komið undir heil- brigðisástandi einstakra ríkja í samfélagi þjóðanna er heilbrigðisástand borga, þorpa eða dreifðra byggða komið undir heilbrigðis- ástandi hinna einstöku fjölskyldna og heim- ila, sem mynda samfélagið.11 ísland gerðist aðili að Alþjóðaheilbrigðis- málasíofnuninni 17. júní 1948 og heíur ávallt, eftir því sem aðstæður hafa leyft, fylgzt með og tekið þátt í starfsemi stofnunarinnar. hing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru haldin árlega og aðsetur stofnunarinnar er í Genf. Sá (slendingur, sem mestan þátt hefur tekið í starfi Alþjóðaheilbrigðismálastoínun- arinnar, er Dr. Sigurður Sigurðsson, fyrrver- andi landlæknir, sem sótt hefur flest þing hennar, en prófessor Júlíus Sigurjónsson var einriig virkur þátttakandi á þingum í upp- hafi. 26. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar var sett í Genf hinn 7. maí. Fulltrúar íslands að þessu sinni voru þeir Páll Sig- urðsson ráðuneytisstjóri, sem sat fyrri hluta þingsins, ólafur ólafsson landlæknir, sem sat s'ðari hluta þingsins, og Einar Benedikts- son, scndiherra og íastafulltrúi íslands i Genf, sem sótti fundi þingsins eftir því sem önnur störf hans loyíðu. AlþjóðaheiIbrigðismálaþingið starfar þann- ig, að allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar á sameiginlegum fundum, mál eru rædd í tveimur undirnefndum: A og B og auk þess ver fram á hverju þingi fræðileg um- ræða um fyrirfram ákveðið efni, þar sem annars vegar er ræðzt við á sameiginlegum íundum, hins vegar í umræðuhópum. Mörg undanfarin ár hefur það viljað brenna við, að alþjóðlegar stjórnmáladeilur haía dregist inn á þingið og hafa það einkum ver- ið deilur um uppíöku nýrra þjóða í samtök- in og hvaða aðilar ættu að fara með umboð ákvcðinna þjóða. Pannig stóðu í mörg ár deilur um aðlid Kína að Sameinuðu þjóðunum, en Formósu- stjórnin fór með atkvæði Kína þar til á 25. þinginu, að samþykkt var, að Kínverska Al- þýðulýðveldið skyldi fara með atkvæði Kína. Enda þótt Kínverjum hefði verið tilkynnt þetta með allmiklum fyrirvara, sáu þeir sár ekki fært að senda fulltrúa á 25. þingið, en á 26. þingið fjölmenntu þeir og höfðu þar s.cerstu sendinefnd, sem þar var, og vafa- lausí verða þeir fljótlcga mjög áberandi inn an samtakanna. Um árabil hafa Austur-Pjóðverjar sótt um upptöku í samtökin, en hafa þar mætt mikilli andstöðu Vestur-Þjóðverja og þeirra

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.