Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 14
6
LÆKNABLAÐIÐ
að sem gleggst mynd fáist um út-
breiðslu og gang sjúkdómsins.
4. Víðtæk berklapróf segja til um
berklasmitunartíðni á ákveðnu
svæði og í ákveðnum aldursflokk-
um. Til þess að rannsókn þessi
gefi sem nákvæmasta og örugga
vitneskju, verður hún að fara
fram með æfðu starfsliði, völdu
efni (tuberkulini) og samkvæmt
ákveðnum reglum um skammt og
hvernig dæma beri árangurinn.
Ákjósanlegt er, að röntgenrann-
sókn fari ætíð fram í kjölfar fjölda-
berklaprófa, einkum á þeim, er já-
kvæðir reynast eða eru ekki berkla-
prófaðir. Séu berklapróf endurtek-
in árlega eða oftar í sömu aldurs-
flokkum, (t. d. á börnum á skóla-
aldri eða ungu fólki í unglinga-
skólum) má fá vitneskju um ár-
lega smitunartíðni. Slík smitunar-
tíðni hlýtur að standa í beinu hlut-
falli við fjölda smitandi einstakl-
inga, sem dveljast á umræddu
svæði og eru uppspretta smitunar-
innar.102 Má á þennan hátt með
leit hafa upp á hinum smitandi
sjúklingum.
Árið 1910, þegar fyrsta heilsuhælið tók
hér til starfa, var aðeins eitt hinna fjög-
urra greindu atriða fyrir hendi í landinu.
Það var skrásetningarskylda lækna á
berklasjúku fólki. Hin þrjú atriðin komu
síðar, lög um dánarskýrslur, þegar á næsta
ári, árið 1911,132 en krufningar140 70 og
berklapróf eigi að ráði fyrr en um og eftir
1930. Er það um líkt leyti og farið er að
notfæra sér berklapróf á svipaðan hátt í
nágrannalöndum okkar. Hér eru það ein-
staka héraðslæknar, sem byrja berklapróf-
in og þá einkum á skólabörnum. Sumir
ganga þó lengra og framkvæma víðtækari
berklapróf í héruðum sínum til að afla
upplýsinga um útbreiðslu smitunarinnar í
viðkomandi héraði. 1 2 101 Það eru því að-
eins síðustu fjórir áratugirnir, sem heimila
fræðilegar ályktanir um útbreiðslu og
gang þessa sjúkdóms í landinu samkvæmt
öllum fjórum fyrrnefndum atriðum. Tvö
þau fyrstu, skylduskrásetningin og dánar-
vottorðin, gefa að vísu sæmilega góðar
upplýsingar um tíðni og gang sjúkdóms-
ins í landinu og annað þessara atriða nær
nú til síðustu 60 ára (dánarvottorð), en
hitt (skylduskrásetningin) til um það bil
70 ára.
Upplýsingar þær, sem með aðstoð fyrr-
nefndra gagna fengust um gang sjúkdóms-
ins á árabilinu 1911-20, báru með sér, að
sjúkdómurinn færðist stöðugt í aukana í
landinu. Skráðum sjúklingum og dauðs-
föllum af völdum berklaveiki fjölgaði stöð-
ugt. Árið 1920 var fjöldi dauðsfalla talinn
vera 196 miðað við 100 þús. íbúa, og 3,9
sjúklingar, miðað við 1000 íbúa, voru tald-
ir nýskráðir það ár, en alls voru þá í árs-
lok 7,1 af 1000 landsmönnum taldir með
virka berklaveiki. Ríkið hafði tekið að
sér að sjá um rekstur Vífilsstaðaheilsu
hælis, en ennþá urðu bæði sjúklingarnir
sjálfir og sveitar- eða bæjarfélög þeirra
að bera mikil gjöld af legukostnaði þeirra
þar. Öll læknastéttin svo og yfirvöld lands
ins sáu, að eigi yrði hjá því komist að taka
upp virkari aðgerðir gegn sjúkdómnum
en hingað til höfðu verið gerðar.
Árið 1919 var þess vegna samþykkt á
Alþingi að skipa nefnd þriggja lækna,
svonefnda berklaveikisnefnd, til þess að
gera tillögur um, á hvern hátt mætti bezt
verjast veikinni og vinna bug á henni.
Skilaði nefndin áliti09 sínu snemma á ár-
inu 1921 og var frumvarp hennar til laga,
um varnir gegn berklaveiki, lagt fyrir
Alþingi þá þegar. Náði frumvarpið sam-
þykki þingsins þetta sama ár, þó með
nokkrum breytingum.
Berklavarnalögin frá 1921133 marka á
margan hátt tímamót í berklavörnum lands-
ins. I þeim voru settar nýjar reglur um
skrásetningu berklasjúklinga og miklu
meiri áhersla lögð á berklarannsóknir og
berklavarnir en áður hafði tíðkast (t. d.
rannsókn á nemendum í skólum og bann
sett á starfsemi smitandi berklasjúklinga
í ýmsum greinum, s. s. kennara, ljósmæðra
og fleira). Án efa munu þó þau ákvæði
laganna, sem tryggðu að mestu efnalitlum
berklasjúklingum ókeypis sjúkrahúss- eða
hælisvist á kostnað hins opinbera (ríkis og
bæja- eða sveitafélaga) hafa verið áhrifa-
ríkust. Hafa þessi ákvæði laganna haldist
æ síðan og þó í enn ríkari mæli eftir að
ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla
var tekin í lög 19 3 6134 og síðar, er sú