Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 30
PERCETAGE
14
LÆKNABLAÐIÐ
PERCENTACE OF TOTAL POPULATION EXAMINED FOR TUBERCULOSIS IN
CASE-FINDING SURVEYS AND IN DISPENSARIES, BY YEAR.I937-TO
YEAR
Fig. 7.
heildarberklarannsókn framkvæmd á Ak-
ureyri næsta ár, 1949, og náði rannsóknin
til 6832 manns eða 99,4% íbúanna. 40
reyndust hafa virka berklaveiki þar og
voru 8 þeirra áður óþekktir. Árið 1950
voru Vestmannaeyjar rannsakaðar á sama
hátt með 99,5% þátttöku, alls 3423
manns, 15 reyndust hafa virka berkla-
veiki, þar af einn áður óþekktur, árið
1951 Húsavík alls 1148 manns með 99,1%
þátttöku og 7 virka berklasjúklinga, alla
áður þekkta, 1952 Siglufjörður alls 2447
manns með 98,5% þátttöku og einn sjúkl-
ing áður óþekktan, 1953 Ísafjörður alls
2205 manns með 98,8% þátttöku og einn
sjúkling áður óþekktan og árið 1954 Sauð-
árkrókur alls 881 manns og einn sjúkling
áður óþekktan. Er árangri þessara rann-
sókna nánar getið í skýrslum berklayfir-
læknis í Heilbrigðisskýrslum viðeigandi
ára.
Eftir 1955 fækkar ferðarannsóknum
vegna smitunaruppspretta, en það ár eru
rannsakaðir 16,4% af landsmönnum. Var
þeim þó haldið áfram fram undir 1960, og'
sé fjöldi þeirra einstaklinga, sem auk þess
voru rannsakaðir á berkladeildum heilsu-
verndarstöðvanna, jafnframt talinn með,
voru árlega rannsakaðir um 10% af þjóð-
inni. Fyrst eftir 1965 fækkar rannsóknum
með ferðaröntgentækjum að miklum mun,
þar sem bæði rafmagn og röntgentæki eru
þá komin víða um landið og nauðsyn
rannsókna þvarr óðum vegna hraðminnk-
andi smitunar. Árlegar berklarannsóknir
stöðvanna nema þó stöðugt 7-8% af íbúa-
fjölda þjóðarinnar og eru því aðalberkla-
varnir landsins bundnar við þær (7. mynd).
f þeim tölum, sem hér hafa verið nefndar,
er þó ekki meðtalinn fjöldi þeirra nem-
enda, sem árlega hafa verið berklapróf-
aðir í skólum landsins. Eru þær rann-
sóknir þó gerðar eingöngu í berklavarna-
skyni og ná nú til flestra héraða landsins
og meiri hluta barna á skólaaldri, eða um
20% þjóðarinnar, enda eru þessi berkla-
próf nú besti mælikvarði berklasmitunar-
innar í landinu (sjá síðar). Þegar um
heildarrannsóknir var að ræða, voru þó
berklaprófin ávallt talin með.
Árið 1938 var Samband íslenskra Berkla-
sjúklinga stofnað. Setti félagið sér þegar
það markmið að koma upp vinnuheimili
fyrir berklasjúklinga, enda var þess þá