Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 80

Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 80
44 LÆKNABLAÐID bóluefnis, bólusetja aðeins fáa vandlega valda hópa þjóðfélagsins og hafa þá alla á sérstakri bólusetningarskrá, er auðvelt að greina þá, sem verða jákvæðir eftir bólusetningu, frá hinum, sem verða það vegna venjulegrar smitunar. Berkladeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur hefur vegna reynslu sinnar og góðs árangurs á þessu sviði gengið svo langt á síðustu ár- um að taka upp þá nýlundu að fram- kvsema berklapróf á skólabörnum 6-13 ára tvisvar sinnum á ári, þ. e. haust og vor, við byrjun og lok skólagöngu.84 Með þessu hefur á auðveldan og ódýran hátt fengist aukið öryggi gegn því, að smitunarupp- sprettur leynist lengi meðal almennings, eins og altítt var áður fyrr og enn gerist, einkum meðal þjóða, þar sem fólk almennt er berklabólusett á unga aldri. Þar missir berklaprófið það gildi sitt að hafa upp á hinum nýsmituðu og sjúku (smitunarupp- sprettunum) í tæka tíð. Til þess að fylgjast sem nánast með berklasmitun þjóðarinnar, verður að telj- ast nauðsynlegt, að gert verði einnig öðru hvoru, t. d. á 25 ára fresti, berklapróf á eldri aldursflokkum, jafnvel til 40-50 ára aldurs. Til slíks prófs verður að velja marktækan fjölda íbúa í hverjum aldurs- flokki af báðum kynjum og úr ýmsum landshlutum, svo að sem jafnast verði val- ið milli dreifbýlli og þéttbýlli héraða lands- ins. Þá ber að lokum nauðsyn til, að vand- lega verði gætt 4. og 5. gr. berklavarna- laganna um skrásetningu berklasjúklinga (berklabækur og héraðslæknaskýrslur D og DA). Stjórn berklavarna í landinu verður síðan að fá skýrslur þessar sam- ræmdar um hver áramót til að koma í veg fyrir tvítalningu, svo sem gert hefur verið frá og með árinu 1939. Ennfremur ber að fara yfir dánarskýrslur berklaveikra frá Hagstofu íslands og gera þær upp sam- kvæmt gildandi alþjóðlegri dánarmeina- skrá. Um 6. lið: Með hinni miklu og tíðu notkun berkiaprófs, sem að framan hefur verið lýst, má gera ráð fyrir, að flestar nýsmitanir barna og unglinga komi furðu fljóitt í ljós. Er því auðvelt að fylgjast með því, hvort hinn nýsmitaði nær sér fljótt eða verður berklasjúklingur með greinileg sjúkdómseinkenni. Enginn lækn- ir hikar þá við notkun berklalyfjanna. Undanfarin ár hefur talsvert verið að því gert og einnig hér á landi að gefa ný- smituðum berklalyf í varnarskyni, áður en sjúkdómseinkenni koma í ljós. Mætti nefna slíka meðferð sjúkdómsvarnir. Er þá lyfja- meðferðin mun styttri en ef um meðferð berklasjúklings er að ræða, eða aðeins 6-12 mánuðir (secundær chemoprophylaxis, sjúkdómsvarnir). Ef vissa er fyrir því, að ósmitaðir hafi dvalist með smitandi berkla- sjúklingum, hafa sumir læknar þegar í stað notað hin sérhæfðu berklalyf og gefið þau jafnvel áður en vitað var um smitun og jákvætt berklapróf. Er slíkt nefnt primær chemoprophylaxis, smitunarvarnir. Þegar þetta er ritað, eru enn ýmsir þeirra, sem mikla reynslu hafa fengið af notkun berklyfjanna, sem ráða frá þessari tegund smitunarvarna.150Lyfjagjöfinni geta fylgt alvarlegar aukaverkanir43 68 og auð- vel't er fyrir lækna og heilsugæslustöðvar að fylgjast svo vel með fólki, sem er í smit- unar- eða sýkingarhættu, að lyfjameðferð geti byrjað þegar í stað, ef sjúkdómsein- kenni koma í ljós. f sl. 18 ár hefur enginn sjúklingur látist úr heilahimnu- né bráðaberklum hér á landi. Ber því að gæta fyllstu varkárni við notkun berklalyfjanna í varnarskyni. Með- an varasamar aukaverkanir fylgja þeim tel ég eigi réttlætanlegt að nota lyfin til smit- unarvarna, nema í fáum undantekningum og þá að mjög vel athuguðu máli. Boðorð læknisins hlýtur ávallt að vera: nihil no- cere. Af því, er að framan greinir, er ljóst, að sá er þetta ritar, telur að berklavarnir hér á landi verði fyrst um sinn reknar með mestum árangri og á auðveldastan og ódýrastan hátt með tíðum og vandlega gerðum berklaprófum, vel íhugaðri notk- un hinna sérhæfðu berklalyfja til með- ferðar sjúkdómsins og í einstökum völdum tilfellum til sjúkdómsvarna, auk mjög tak- markaðrar BCG-bólusetningar á þeim ein- staklingum þjóðfélagsins, sem líklegastir eru til að verða fyrir berklasmitun og sýk- ingu. Væntanlega mun á næsta mannsaldri fást úr því skorið, hvort happadrýgra reyn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.