Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 15 mikil þörf. Áður hafði komið fram slík tillaga.:|,J 74 Var árleg almenn fjársöfnun í þessu skyni þegar hafin meðal lands- manna og varð félaginu vel ágengt. Árið 1944-45 var vinnuhælið að Reykjalundi reist, og tók það til starfa á árinu 1945.75 Vistaði það þá um 40 sjúklinga, en heita mátti, að stækkun á því væri þá þegar hafin, þannig að það tæki 80 vistmenn.77 Á hælinu dvöldust í fyrstu svo til eingöngu sjúklingar, sem sendir voru frá sjúkra- húsum eða hælum til áframhaldandi lang- vinnrar dvalar eða til skólunar í því skyni að taka upp aðra vinnu. Varð þegar í stað mikið gagn af þessari stofnun, þar sem hún létti á heilsuhælunum, kom í veg fyrir að veikin tæki sig upp cg auðveldaði sjúklingunum aðgang að vinnu við þeirra hæfi, bæði á vinnuhælinu og síðar á opn- um markaði. Er hér var komið sögu, hafði að vísu dregið mjög úr fjölda nýskráðra og endurskráðra berklasjúklinga. Árið 1945 voru 2,7 sjúklingar skráðir í fyrsta sinn og í árslok 7,3, hvorttveggja miðað við 1000 íbúa. Dauðsföllin voru þá 68 mið- að við 100 þús. íbúa og höfðu farið ört lækkandi. Stofnun þessi hefur sem kunn- ugt er ætíð verið rekin af SÍBS (berkla- sambandinu), og var hún fyrir nokkrum árum vegna þverrandi fjölda berklasjúkl- inga opnuð öðrum öryrkjum, er vinnu- þjálfunar þarfnast.78 Að sjálfsögðu hefur stofnunin notið nokkurs fjárhagslegs stuðn- ings frá hendi hins opinbera, einkum ríkis- ins. En einmitt um þetta leyti koma nýir atburðir til sögunnar, er varða gang berkla- veikinnar mjög. Sérhæfð lyfjameðferð gegn veikinni hefur göngu sína. Árið 1947 var byrjað að nota hið nýja fúkalyf S. A. Waksmans: Streptomvcin, en aðeins fáir sjúklingar nutu þess í fyrstu, því að bæði var það illfáanlegt og nokkrir fylgikvillar komu fl.jótt í ljós. Árið 1949 var notkun þess þó orðin algeng hér á landi, og á því ári og þó einkum árið eftir, 1950, hefst notkun para-amino-salicylsýru (PAS) og þá oftast í sambandi við streptomycingjöf. Hin sérhæfða lyfjameðferð gegn berkla- veiki er þá hafin fyrir alvöru. Og í mars- mánuði 19524041 er hið þriðja þessara lyfja og vafalaust hið mikilvirkasta, isoniazid (metylester af isonicotinsýru) tekið í notkun hér, en það var jafnsnemma og jafnvel fyrr en notkun þess hófst í ná- grannalöndum. Árangurinn af notkun þess- ara lyfja lét ekki á sér standa. Árið 1953 fækkar berkladauðsföllum um 1/3 og enn meira á næsta áxi, og voru þau þá tæpur helmingur af því, sem þau voru árið 1952. Hefur þeim síðan fækkað svo, að vart er hægt að telja berkladauðann lengur mæli- kvarða á tíðni berklaveikinnar á sama hátt og áður var. GANGUR SJÚKDÓMSINS í LANDINU 1911-1970 Hér að framan hefur þess verið getið, að mikilsverðustu gögnin til þess að meta tíðni og gang sjúkdómsins í ákveðnum landshluta eða landinu öllu séu skráning hinna sjúku, fjöldi dauðsfalla af völdum sjúkdómsins, krufning á líkum og nákvæm og víðtæk berklapróf. Skal nú vitneskjan um gang sjúkdómsins rakin hér nánar á þessu tímabili samkvæmt fáanlegum fyrr- greindum gögnum. 1. Skráning berklasjúkra. Á þessu tímabili var skráning fram- kvæmd samkvæmt lögunum frá 1903, breyttum árið 1921 og aftur 1939. Til að byrja með voru sjúklingarnir skráðir á mánaðarskrár og í berklabækur. Á mán- aðarskrárnar voru þeir færðir samkvæmt kyni, aldri og tegund sjúkdómsins. Þar sem hverjum lækni bar að telja þá sjúkl- inga, sem til hans leituðu, fór eigi hjá því, að margir sjúklinganna hafi verið tví- eða margtaldir. í berklabækurnar voru sjúklingarnir hins vegar skráðir með nöfn- um, aldri og heimilisfangi. í útdrætti úr þeim, er héraðslæknar sendu landlækni um hver áramót, er greint á milli skráðra sjúklinga í ársbyrjun, skráðra í fyrsta sinn á árinu, endurskráðra, innan og utan- héraðssjúklinga, og sagt frá afdrifum sjúkl- inganna. Voru berklabækurnar og útdrætt- irnir úr þeim því tilraun til að gera glögga grein fyrir hinni raunverulegu tölu berkla- sjúklinga í hverju héraði og landinu öllu. Aðalgalli skráningarinnar var sá, að fjöldi héraðslækna sendi árlega engar skýrslur og varð skrásetningin því ónákvæm. Voru svo mikil brögð að þessari vanheimtu á tímabilinu 1911-32, að eigi komu til skila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.