Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ
39
og Norðurlandi.37 Smitun sauðfjár af typ.
avianus er almennt viðurkennd og jafnvel
frá viltum fuglum.5
Vitneskja, sem berklayfirlækni hefur
borist um berklasmitun húsdýra hér síð-
ustu tvo áratugi, er hvorki flókin né marg-
brotin. Frá Tilraunastöðinni að Keldum
bárust árið 1952 eftirfarandi upplýsingar:
„Húðprófun er nýlega lokið á 433 naut-
gripum í Reykjavík, eins árs eða eldri.
Prófunin var framkvæmd samtímis með
avian- og mammalian-tuberculini. Meira og
minna greinileg positiv útkoma með
avian-tuberculini kom fram hjá 26 gripum.
Prófun með mammalian-tuberculini
sýndi frekar veika útkomu á 8 gripum í
allt. Á 5 þeirra var mun meiri útkoma
við avianprófið, en á 3 engin útkoma.
Komplementfiksationspróf vegna garna-
veiki var framkvæmt úr blóði frá gripum
þessum og kom fram jákvæð útkoma á 2
þeirra“.13
Frá yfirdýralækni, en hann starfar við
sömu stofnun, hafa vorið 1973 borist eftir-
farandi upplýsingar:
„Síðastliðin fimm ár (1967-1972) hafa
ekki borist nein sýni úr búfé að tilrauna-
stöðinni að Keldum, sem reynst hafa
berklakyns. í skýrslum héraðsdýralækna
um heilbrigðisskoðun á sláturhúsum er
heldur ekki getið sláturdýra með berkia-
veiki. Á árunum 1970 og 1971 var gerð
berklaprófun (húðpróf) á öllum nautgrip-
um á sunnanverðu landinu frá A.-Skafta-
fellssýslu vestur í Snæfellsnessýslu, eða
22844 gripum alls. Nokkrir gripir (30-40)
svöruðu jákvætt og voru því endurpróí-
aðir með hvoru tveggja í senn avian og
mammalian túberkulíni. Kom þá yfirleitt
fram meiri svörun við avian túberkulíni.
Jafnframt var tekin blóðprufa og gert
komplementpróf gegn garnaveiki úr þess-
um gripum. Það reyndist yfirleitt neikvætt.
Þær kýr, sem mesta svörun gáfu við avian
túberkúlíni hafa flestar verið felldar. Við
krufningu kom yfirleitt ekkert fram, sem
benti til berklasmits. í tveim tilfellum
fundust ostkenndar breytingar í hengis-
eitlum. Við venjulega berklaræktun og sýk-
ingu tilraunadýra (marsvína) var ekki
hægt að staðfesta að um berklasmit væri
að ræða í þessum gripum. Tvívegis áður,
1964-1965 og 1960-1961, hafa víðtæk berkla-
próf á nautgripum verið gerð hér á landi,
en árangur orðið svipaður og að framan
greinir“.85
Nautgripaberklar hafa þannig aldrei
fundist með vissu hér á landi. Grunsam-
legasta atvikið um bovin smitun, sem sá,
er þetta ritar, þekkir til, er rakið nánar
af berklayfirlækni í heilbrigðisskýrslum ár-
ið 1959 og' vísast til þess þar.35
MYCOBACTERIOSIS
APATHOGENICA
Þá skal þess að lokum getið hér, að á
síðustu áratugum hafa einkum í ýmsum
heitari löndum komið fram óvenjulegar
svaranir við tuberkulinpróf. Er sama á
hvern hátt þau eru framkvæmd, percutan,
cutan eða intracutan. Svaranir þessar eru
mjög vægar, venjulega roði án nokkurs
verulegs þykkildis (t. d. neðan við 5 mm
þvermál við intracutan próf). Hér er eigi
um venjulega bei-klasmitun að ræða, held-
ur um smitun af sýklum skyldum berkla-
bakteríunni (mycobacterium apathogen-
um). Er fjöldi tegunda þessara apathogenu
sýkla mikill, þó ekki sé svo í norðlægari
löndum.
Hefur þessa orðið vart hér á landi33 34
og ber því að hafa slíkt í huga við fram-
kvæmd berklaprófs og sérstaklega, ef
margar vægar svaranir koma fram, án
þess að nokkur einkenni berklasjúkdóms
komi í ljós við frekari rannsóknir. Örðugt
getur verið að rækta þessa sýkla,83 en gera
má samanburð á svörun af standard
tuberkulíni við svörun af ýmsum öðrum
antigenum frá mycobacteríum, ef prófað
er samtímis. Kemur þá venjulega í ljós
greinilegur mismunur. Þannig má telja
vissu fyrir því, að vafasamar svaranir við
berklapróf, sem komið hafa fram í Kefia-
vík í nokkur ár, séu af völdum smitunar
frá mycobactería balnei úr sundlauginni
þar. Árið 1964 fann starfslið Berklavarna-
stöðvar Reykjavíkur83 44 greinilegan mis-
mun á svörun við Mantouxpróf, þar sem
gerður var samanburður á svörun af hreins-
uðu standard tuberkulíni annars vegar við
svörun af antigeni frá mycobacterium
balnei (Sensitin) hins vegar.152 Var hin
síðarnefnda svörun greinilega stærri í flest
öllum tilfellum. Ber öllum þeim, sem fást