Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 52
32 LÆKNABLAÐIÐ RESUITSOF IUBERCULIN TESTS ON CHILDREN OF COMPULSORY SCHOOL AGE IN THE ENTIRE COUNTRY, BY AGE AND YEAR OF TEST 1931-1970 AGE; 7 8 9 10 11 12 13 Fig. 15. aðeins 33,5% þessara aldursflokka próf- aðir. Seint á því ári tókst þó að útvega túberkulin frá Bandaríkjum Norður- Ameríku (Volmerspróf), sem talið var svara til þess, er hér hafði áður verið notað og var það notað til ófriðarloka 1945. Þá höfðu berklaprófsrannsóknirnar þegar náð til 75% barna í fyrrgreindum aldursflokkum og nú síðustu áratugi hafa þær komist yfir 80%. Fyrst eftir að berkla- prófin voru hafin og rannsóknirnar náðu aðeins til fárra héraða, verður að gera ráð fyrir því, að yfirleitt hafi þéttbýlli svæði landsins verið rannsökuð, þar sem héraðs- læknarnir sátu. Þar sem berklasmitun þjóð- arinnar hefur verið meiri í þéttbýlinu, má gera ráð fyrir, að fyrstu árin, meðan þátt- taka var eigi almenn, hafi hundraðstala jákvæðra verið nokkuð hærri en svaraði til raunverulegs meðaltals smitunar þessara aldursflokka meðal þjóðarinnar allrar. Gæti hin hraða lækkun smitunarinnar á 40 ára tímabili því, sem hér um ræðir, úr um 30% og niður í um 1/2% því verið raun- verulega nokkru minni en tölurnar benda til (sbr. töflu 7). Þá verður ávallt að meta þessar rannsóknir með þeim fyrir- vara, að hér er um að ræða eins konar samrannsóknir, þ. e. að þær eru fram- kvæmdar af mörgum læknum og fram til 1935 án sérstakra fyrirmæla og þá venju- lega gert Pirquets-cutanpróf. Frá og með 1935 gilda sérstök fyrirmæli og leiðbein-. ingar um rannsóknirnar og upp frá því er nálega eingöngu gert percutanpróf (Moro eða Volmersaðferð). Má reikna með, að þessi aðferð nái eigi öllum, sem jákvæðir kunna að vera. Er talið að intracutanpróf (Mantoux) í tveimur þynningum, ef gert hefði verið, hefði náð 5-8% fleiri jákvæð- um, miðað við fjölda svarana. Á hinn bóginn taka rannsóknirnar til svo mikils fjölda í hinum prófuðu aldurs- flokkum, einkum síðari árin, að telja verð- ur öruggt, að þær gefi nokkurn veginn rétta hugmynd um útbreiðslu berklasmit- unar í landinu á þessu aldursskeiði á und- anförnum 40 árum. Þess hefur áður verið getið, að á árun- um 1940-45 voru í 12 læknishéruðum lands- ins eða hluta þeirra framkvæmdar heildar- rannsóknir í berklavarnaskyni. Fóru rann- sóknir þessar ætíð fram á vegum embættis berklayfirlæknis og voru fólgnar í berkla- prófum og röntgenrannsóknum, en röntgen rannsakaðir voru allir þeir, sem jákvæðir reyndust við berklaprófið eða höfðu eigi verið berklaprófaðir. Skulu hér birt tvö línurit um árangur berklaprófsins úr 11 þessara læknishéraða (Reykjavík er eigi talin með). Er berklasmitunin í þessum héruðum greind eftir sveitum annars vegar og kauptúnum og kaupstöðum hins vegar. Til sveitanna eru talin: hluti Svarfdæla- læknishéraðs (Svarfaðardalurinn innan Ingvara, Skíðadalur og Árskógsströnd), Saurbæjarhreppur í Eyjafirði og sveitir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.