Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 16
8
LÆKNABLAÐIÐ
þeim. Leið ekki á löngu uns heilbrigðis-
yfirvöld hér á landi tóku að færa sér þess-
ar staðreyndir í nyt. Þannig var Jónasi
Rafnar yfirlækni Kristneshælis falið árið
1932 að athuga útbreiðslu berklaveiki í
Húsavíkurhéraði, en þar virtist sjúkdóm-
urinn þá hafa náð mikilli útbreiðslu. Fram-
kvæmdi Rafnar athugun sína vorið 1932
og fann marga berklasjúklinga án þess að
geta þó stuðst við röntgenrannsókn.58 Rúm-
um tveimur árum síðar eða haustið 1934
var samkvæmt ákvörðun heilbrigðisstjórn-
arinnar (landlæknis) og að beiðni héraðs-
læknis framkvæmd berklarannsókn á
Raufarhöfn, en þar hafði berklafaraldurs
orðið vart á undanförnum árum.100
Við endurskipulagningu berklavamanna
1935 var tekið tillit til þessara staðreynda.
Til að byrja með var því aðaláhersla lögð
á eftirtalda meginþætti:
1. Kerfisbundnar berklarannsóknir í
þeim tilgangi að finna áður ókunna
sjúklinga með virka berklaveiki.100107
Rannsóknirnar fóru fram með víðtækum
berklaprófum og síðan röntgenrannsókn-
um (gegnlýsingum eða photoröntgenmynd-
um af þeim, sem dæmdir voru jákvæðir
við berklaprófið eða eigi voru berklapróf-
aðir). Rannsóknirnar voru ýmist bundnar
við ákveðna hópa fólks (hóprannsóknir),
svo sem umhverfi berklasjúkra, skóla,
ákveðnar starfsgreinar og þá einkum það
fólk, sem vann við tilbúning eða afgreiðslu
matvæla, eða einstök landsvæði, þar sem
tíðni sjúkdómsins var áberandi mikil, eða
heil læknishéruð, sem þannig voru á vegi
stödd, að smitun eða sýking var talin
mikil (heildarrannsóknir). Mikil áhersla
var þá ávallt lögð á að ná öllum þeim til
rannsóknar, sem til hennar gátu komið,
þar sem reynsla sýndi fljótlega, að veikir
einstaklingar veigruðu sér við rannsókn.
2. Reynt var eftir megni að koma öll-
um þeim, er reyndust veikir, þegar í stað
í einangrun og meðferð á viðeigandi stofn-
un, og í því skyni var strax árið 1935 breytt
reglum um vistun berklasjúklinga á sjúkra-
stofnunum landsins (1. mynd). Frá árinu
1939 fór hún eingöngu fram frá berkla-
varnastöðvum eða beint frá berklayfir-
lækni.101
3. Leitast var við að fylgjast vel með