Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ
43
meta svörunina. Aðeins æft starfslið ætti
að annast framkvæmd prófsins.
Þar sem komið hefur í ljós á síðari ár-
um, að bæði læknar og hjúkrunarkonur,
sem nýverið hafa lokið prófi, kunna eigi
full skil á framkvæmd berklaprófsins,
verður að teljast nauðsynlegt að bæði
læknadeild háskólans og hjúkrunarskólinn
sjái svo um, að fullkomin fræðsla fáist
fyrir þessa nemendur um framkvæmd og
þýðingu þessa mikilsverða prófs (sjá inn-
legg milli bls. 32 og 33).
Um 2. lið: Á síðari árum hefur það færst
mjög í vöxt, einkum í þróunarlöndum
Afríku og Asíu, þar sem skortur er á
sjúkrarými, að lyfjameðferð berklasjúkl-
inga væri svo til eingöngu látin fara fram
utan sjúkrahúsa, á göngudeildum. Eigi skal
ráðið til þessa hér á landi að svo stöddu,
enda hafa nýir, smitandi sjúklingar eigi
verið svo margir undanfarin ár, að slíkt
teljist nauðsynlegt.
Sjúkling með smitandi lungnaberkla skal
þegar í stað einangra á sjúkrahúsi og hefja
sérhæfða lyfjameðferð þar hið fyrsta.
Mikið er undir því komið, að lyfjameð-
ferðin sé rétt valin í byrjun og henni hald-
ið stöðugt áfram, unz hún ber árangur.
Eins og nú er háttað notkun berklalyfja,
er talið árangursrikast að nota strax í
byrjun þrjár mismunandi tegundir berkla-
lyfja svo berklasýklarnir nái eigi að að-
laða sig lyfjunum og verða ónæmir gegn
þeim. Nauðsynlegt er að halda lyfjunum
fast að sjúklingunum, einkum fyrst í stað,
en meðferð tekur nú venjulegast 18-24
mánuði. Ný lyf kunna ef til vill að stytta
þennan tíma. Komi auka- eða eiturverk-
anir í ljós má reyna að sniðganga þau
lyf, er því valda og velja önnur í þeirra
stað.
Eftir þriggja til fjögurra mánaða með-
ferð eru langflestir sjúklinganna lausir
við smit, og sjúkrahúsvist tæpast nauð-
synleg úr því. Áherslu verður þó að leggja
á stöðugt áframhald meðferðar og fylgjast
vel með því að lyfin séu tekin samkvæmt
fyrirmælum. Sé vafi á slíku, má með
þvagrannsóknum hjá sjúklingnum sann-
færast um lyfjanotkunina.
Þar sem vanda skal til berklavarna og
meðferðar sjúkdómsins, verður að teljast
nauðsynlegt að hafa sjúklingana einangr-
aða, meðan þeir eru smitandi, vegna smit-
hættunnar og ennfremur að þeir séu í
sjúkrahúsi, meðan fylgst er með fyrstu
viðbrögðum þeirra við lyf jameðferðinni. Sé
henni vel fylgt eftir, einkum framan af
meðferðartímanum, ber flestum stofnunum
saman um, að 95-98% sjúklinga nái full-
um bata.
Annars er nú unnið svo mjög að rann-
sókn nýrra berklalyfja, að gera má ráð
fyrir að ný lyf, áhrifameiri og með minni
eiturverkanir komi fram, áður en langt um
líður.
Um 3. lið: Nauðsynlegt er, að heilsu-
gæelustöðvar fylgist vel með hinum berkla-
veika fyrstu árin, rannsaki og láti rækta
úr sputum, framkvæmi blóðrannsóknir og
taki sjúklinginn af berklaskrá, þegar hann
telst eigi lengur virkur eða hefur lokið
meðferð. Röntgenmyndun er nauðsynleg
öðru hvoru, einkum fyrst í stað. Aðal-
atriðið er, að öllum heilsugæslustöðvum
sé ljóst, að þeim ber að fylgjast með heilsu-
fari sjúklingsins og séu ábyrgar fyrir réttri
skráningu hans um hver áramót.
Um 4. lið: í kaflanum um bólusetningu
gegn berklaveiki hér að framan er getið
nokkurra starfshópa eða annarra hópa
fólks, sem talið er að séu i meiri berkla-
smithættu en almennt gerist. Þar sem nú
er reiknað með að BCG bólusetning
veiti um 80% hinna bólusettu vörn
gegn sjúkdómnum og að þessara varna
gæiti að minnsta kosti í 10 ár eftir
bólusetninguna,151 þykir rétt að halda
áfram að bólusetja einstaklinga fyrr-
greindra hópa, sem telja má að fremur
öðrum geti orðið fyrir berklasmitun. Er
því nauðsynlegt, að stjórn berklavarnanna
hér sjái um, að alltaf sé á boðstólum BCG
bóluefni af bestu tegund ásamt tuberkúlíni,
sem heilsugæslustöðvar geta notfært sér,
þegar þess er þörf. Ennfremur að annast,
að allir þeir, sem þannig eru berklabólu-
settir, verði skráðir sérstaklega i heima-
héraði sínu og einnig í aðalberklabólu-
setningarskrá rikisins á Berklavarnastöð-
inni í Reykjavík.
Um 5. lið: Gera verður ráð fyrir því, að
berklaprófum á börnum í aldursflokkun-
um 6-13 ára verði haldið áfram í sem
flestum læknisumdæmum minnst árlega.
Með því að takmarka mjög notkun BCG