Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 37 ar stofnanir, þar sem berklasmitun er tíð. 4. Allir, sem óska eftir að verða bólu- settir. Hefur þessari áætlun yfirleitt verið fylgt síðan. Alls munu um 13900 manns hafa verið BCG bólusettir á öllu landinu á tímabilinu frá 1945-1970. Af þessum fjölda var um það bil helmingurinn eða um 6900 bólu- settir á árunum 1945-50. Flestir þeirra voru fæddir á árunum 1929-36. Náði árleg bólu- setning mest til 15% fæddra á þessu átta ára tímabili. Á tímabilinu frá 1951-70 hafa um 7000 manns verið bólusettir. Er það um 350 manns að meðaltali á ári og úr mjög mis- munandi aldursflokkum. Getur BCG bólusetningin notuð við svo fáa því vart talist hafa haft staðtölulegt gildi til breytinga á gangi sjúkdómsins í landinu. Ekki er sennilegt, að fyrst um sinn verði breyting á notkun BCG bólusetningar hér á landi, frá því sem lýst hefur verið hér að framan. Á undanförnum árum hefur hins vegar aukist notkun hinna sérhæfðu berklalyfja í varnarskyni gegn sjúkdóm- dómnum, þar sem þess hefur verið talin þörf og gefist vel. Má telja sennilegt, að slíkri notkun verði að einhverju leyti hald- ið áfram. Ef svo heldur áfram sem nú horfir er ljóst, að innan fárra ára hefur langmestur hluti þjóðarinnar ekki tekið berklasmit. Ef hagur hennar skyldi skyndilega breytast á þann hátt, að líkur yrðu á aukinni berkla- smitun í landinu, sem eigi yrði heft með notkun lyfja, er auðgert að grípa til berkla- bólusetningarinnar á ný og bólusetja ákveðna aldursflokka, stéttir, svæðishópa eða þjóðina alla. Með æfðu starfsliði væri slíkt aðeins fárra mánaða vinna. Á sl. 25 árum hefur BCG bólusetningin tekið ýmsum breytingum og er nú nokkuð meira vitað um verkanir hennar en áður var. Framleiðsla bóluefnisins er nú miklu öruggari en fyrr, því miklar styrkleika- sveiflur voru þá tíðar í bóluefninu. Eftir að framleiðsla á þurru bóluefni var hafin, má varðveita það lengur án þess að virkni þess breytist eða þverri. Þá hefur reynsla fengist fyrir því að bólusetja má gegn berklaveiki samtímis ýmsum öðrum sjúkdómum, svo sem bólu- sótt, barnaveiki, kíghósta, stífkrampa og mislingum, en setja skal þó berklabólu- setninguna á annan stað líkamans.150 Enn er þessi bólusetning talin gefa aðeins tak- markað (relativt) ónæmi, en fullyrt, að varnarverkana hennar gæti í 10-12 ár og í allt að 80% tilfella.151 Þess vegna ber flestum nú saman um, að í löndum, þar sem bsrklasmitun er mjög þverrandi beri að leggja áherslu á framkvæmd hennar á því aldursskeiði, þegar berklasmitun er talin tíðust, en síður að bólusetja ungbörn, eins og alltítt var áður. BERKLAVEIKI í HÚSDÝRUM HÉRLENDIS í greinargerð þessari verður eigi með öllu gengið fram hjá því að geta berkla- smitunar og berklasýkingar alidýra hér á landi. í ritgerð, sem áður hefur verið vitn- að í hér að framan,101 er þessum efnum gerð nokkur skil fram til ársloka 1947. Er þar talið, að nautgripaberklar hafi ver- ið óþekktir í landinu fram til ársins 1879, þar sem þeirra er að engu getið í ritgerð eins fyrsta lærða dýralæknis landsins, sem birt var það ár og fjallar um kvikfjárhald cg kvikfjársjúkdóma í landinu.121 Árið 1882 var með lögum bannaður all- ur innflutningur nautgripa, sauðfjár og hesta til landsins,128 og árið 1905 var bann þetta einnig látið ná til svína og geitfjár.131 Magnús Einarsson dýralæknir í Reykja- vík ritar árið 1901 grein, þar sem hann hvetur til, að þess sé vel „gætt að tæringar- veikir menn hirði eigi kýrnar“.05 Virðist hann þá gera ráð fyrir að nautgripir geti smitast af berklaveiku fólki, en það hefur síðar sannast að vera rétt.07 87 í lok ársins 1920 gat sami dýralæknir þess á fundi í L.R., að hann hefði þá at- hugað um 9000 nautgripaskrokka í Reykja- vík. í aðeins eitt sinn hefði hann ekki verið grunlaus um berkla. Ennfremur hefði hann nokkrum árum áður rannsakað um 300 kýr á Austurlandi. 3% reyndust grunsam- ar. Þær voru frá berklaheimilum. Telur hann berkla enga eða fátíða í nautgripum hér á landi.00 Hins vegar telja tveir af þremur dýra- læknum, sem berklaveikisnefndin frá 1919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.