Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 101 Víkingur H. Arnórsson MENINGITIS ASEPTICA Á BARNADEILD LANDSPÍTALANS 1968-1972 INNGANGUR Nýlega hefur höfundur þessarar greinar tekið saman yfirlit um sjúklinga með meningitis bacterialis, sem vistuðust á barnadeild Landspítalans á árunum 1958- 1972.1 Að þessu sinni er gert yfirlit um sjúkl- inga með meningitis aseptica eða non- bacterialis, sem legið hafa á barnadeild- inni á árunum 1968-1972. Tvö markmið voru aðallega höfð í huga: Að gera sér grein fyrir helztu einkennum og gangi sjúkdómsins með hliðsjón af sjúkdóms- myndinni í meningitis bacterialis og í öðru lagi að athuga hversu mikil viðleitni hefui’ verið sýnd af hálfu deildarinnar til veiru- greiningar og hvern árangur þær rann- sóknir hafa borið. f framhaldi af þessari samantekt er áformuð á næstunni könnun á afdrifum sjúklinganna með tilliti til var- anlegra eftirkasta, sem sjúkdómurinn kann að hafa haft í för með sér. Talsvert hefur verið skrifað um þennan sjúkdóm frá því Wallgren lýsti honum fyrstur manna og setti honum ákveðin deili fyrir um 50 árum. Einkanlega hóf- ust þau skrif um miðjan sjötta áratug- inn, eftir að bætt tækni við veiruræktun í vefjagróðri gerði nákvæma veirugrein- ingu mögulega. Mest hefur verið um að ræða lýsingar á einstökum, afmörkuðum hópsýkingum eða faröldrum, þar á meðal hjá ungbörnum,14 15 og hefur athyglin fyrst og fremst beinzt að þeim veirum, áður þekktum eða óþekktum, sem þar hafa verið að verki. Sjúkdómurinn er talinn mein- lítill, batnar sjálfkrafa án meðferðar og hefur ekki verið það vandamál við að eiga sem meningitis bacterialis að því er varðar dauðsföll og varanleg eftirköst. Stærri yfirlitsgreinar hafa þó einnig birzt una sjúkdóminn og meðal annars verið Greinin barst Lbl. í nóv. 1974. gerð athugun á mögulegum afleiðingum hans.0 9 10 Ein grein hefur verið skrifuð um þetta efni hér á landi, en þar var rúmur helm- ingur sjúklinga fullorðnir.3 EFNIVIÐUR. RANNSÓKNIR Þetta verk er unnið að nokkru leyti sam- hliða yfirlitinu um meningitis bacterialis, efniviður hinn sami og vísast um lýsingu á úrvinnsluaðferð til áðurnefndrar ritgerð- ar um það efni.1 í uppgjörið voru einungis teknir sjúklingar, sem jafnframt mengis- bólgueinkennum höfðu aukningu á hvítum blóðkornum í mænuvökva. Allmargir sjúkl- ingar, sem í sjúkraskrá báru greininguna meningitis aseptica, encephalitis eða men- ingoencephalitis, voru ekki teknir með í uppgjörið af því greiningin hafði einvörð- ungu byggzt á sjúkdómsmyndinni, en mænuvökvi annað hvort ekki verið rann- sakaður eða hann reynzt eðlilegur. Þá voru og sex sjúklingar, sem á sínum tíma höfðu verið flokkaðir undir meningitis bacterialis teknir hér með, þar eð engir sýklar höfðu fundizt og breytingar í mænu- vökva þóttu við nánari yfirvegun benda fremur til meningitis aseptica. Á 10 ára tímabilinu, 1958-1967 voru að- eins 10 sjúklingar, sem eftir þessari skil- greiningu flokkuðust undir meningitis aseptica og þar sem um svo fáa sjúklinga var að ræða þótti rétt að takmarka þetta uppgjör einungis við árabilið 1968-1972. Er hér um 37 börn að ræða, 24 drengi og 13 stúlkur. Á sama tíma voru 45 börn með meningitis bacterialis lögð inn á barna- deildina, 25 drengir og 20 stúlkur. Staðið var að upphafsskoðun og rann- sóknum á blóði og mænuvökva sjúklinga með meningitis aseptica á sama hátt og lýst er í áðurnefndri ritgerð um meningitis bacterialis. Aukalega voru þó send sýni til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.