Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 42
106
LÆKNABLAÐIÐ
Hvít
blóðkorn
per mm ^
A B
>34ooo
32000
ioooo
Sökk
28ooo * mm /1 klst,
26ooo • /60 A B
•
24000 /40
22000 /20
2oooo J' /oo '
/Sooo 20 ;
/6ooo *' 60 •
/4ooo : 4o •
/2000 •1 30 •• •
/oooo, •í 20 l
sooo ■i /O 'á •
5. mynd. — Meningitis aseptica (A) og
bacterialis (B) 1968-1972. Blóðrannsóknir:
Fjöldi hvítra blóðkorna og sökk.
blóð til sýklaræktunar frá neinum sjúkl-
inganna. Fjöldi hvítra blóðkorna í blóði
var á bilinu 3.200-17.200 per mm3, 15 voru
með meira en 10.000 hvít blóðkorn per
mm3, þar af 9 með meira en 12.000 per
mm3. Meðalfjöldi hvítra blóðkoma var
9.800 per mm3. Sökk var mælt hjá 19
sjúklinum og reyndist það vera á bilinu
2-35 mm/1 klst. 41% þeirra sjúklinga, sem
sökk var mælt hjá, voru með 10 mm eða
minna í sökk. Á 5. mynd er gerður saman-
burður á fjölda hvítra blóðkorna og sökki
hjá sjúklingum með meningitis aseptica og
meningitis bacterialis.
Allir sjúklingarnir voru með aukningu
á hvítum blóðkornum í mænuvökva, 46%
þeirra voru með innan við 100 hvít
blóðkorn per mm3 og 49% voru með 100-
500 hvít blóðkorn per mm-‘!.
Allir sjúklingarnir voru með yfir
40 mg.% sykurmagn í mænuvökva nema
einn, sem var með 35 mg. %. Hæsta sykur-
magnið mældist 84 mg.%, en 65% sjúkl-
inga voru með meira en 50 mg. %. Sykur
var samtímis mældur í blóði 9 sjúklinga
og var hlutfallið milli sykurmagns í mænu-
vökva/blóði 0.5-0.8 í þessum tilfellum.
Eggjahvíta í mænuvökva mældist hæst
155 mg.% og lægst 14 mg.%. Hjá 68%
sjúklinga var eggjahvíta 40 mg.% eða
lægri.
Eggjahvítumælingu í mænuvökva vant-
aði hjá tveimur sjúklingum og sykurmæl-
ingu hjá fjórum.
Á 6. mynd er gerður samanburður á
fjölda hvítra blóðkorna, ,sykur- og eggja-
hvítumagni í mænuvökva sjúklinga með
meningitis aseptica og meningitis bacteri-
alis.
Meðferð: Tólf sjúklingar eða 33% af
heildarfjölda höfðu fengið sýklalyf fyrir
innlagningu, þar af höfðu þrír fengið slík
lyf í eitt til tvö skipti, tveir fengið eins
dags meðferð, fjórir tveggja daga, einn í
fjóra daga og tveir í fimm daga. Tíu þess-
ara sjúklinga voru látnir halda áfram á
sýklalyfjameðferð eftir komu á spítalann
og öðrum sex voru gefin sýklalyf, þar eð
ekki var talið hægt að útiloka meningitis
bacterialis, enda þótt breytingar í mænu-
vökva bentu fremur til mengisbólgu af
veiruuppruna.
Sjúklingunum var haldið í rúminu á
meðan einhver einkenni voru til staðar, en
að öðru leyti kom ekki til neinnar sér-
stakrar meðferðar nema aLmennrar hjúkr-
unar.
Sjúklingarnir dvöldu á sjúkrahúsinu frá
4 og upp í 14 daga, en meðal legudaga-
fjöldi var tæpir 9 dagar.
Árangur: Af 37 sjúklingum með menin-
gitis aseptica dó enginn og allir virtust
vera á góðum batavegi við brottför af
sjúkrahúsinu, þar á meðal tveir sjúkhngar,
sem höfðu fengið krampa og einn er hafði
haft starfrænar truflanir frá taugakerfi um