Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 44
108
LÆKNABLAÐIÐ
inga með meningitis bacterialis. í veiru-
mengisbólgu finnast mestmegnis hnatt-
frumur í mænuvökvanum, þó í upphafi
sjúkdómsins geti kleifkjarnafrumur verið
í meirihluta.
Sykurmagn í mænuvökva er venjulega
eðlilegt í meningitis aseptica, en getur
verið fyrir neðan þau mörk, sem talin
eru eðlileg ef blóðsykur er jafnframt lág-
ur, eins og getur komið fyrir, t. d. hjá
börnum, sem hafa kastað mikið upp og
lítið nærzt. Sé hlutfallið á milli sykur-
magns í mænuvökva/blóði fyrir neðan 0.5
þykir það eitt út af fyrir sig fremur benda
til sýklamengisbólgu.
Eggjahvítumagn er venjulega eðlilegt
eða lítillega hækkað í meningitis aseptica,
stundum þó verulega, en mælist yfirleitt
hátt í meningitis bacterialis. Undantekn-
ingar eru þó á þessu á báða vegu og getur
þessi rannsókn því aðeins verið leiðbein-
andi, en ekki ákvarðandi um sjúkdóms-
greiningu.
Eins og í öðrum sýkingum hefur veru-
legur hluti sjúklinga með mengisbólgu
fengið einhver sýklalyf fyrir innlagningu,
en oftast í ófullnægjandi skömmtum til að
lækna meningitis bacterialis. T. d. höfðu
66% þeirra barna, sem fjallað er um í
áðurnefndri ritgerð um meningitis bacteri-
alis á barnadeild Landspítalans fengið
sýklalyf áður en þau voru lögð inn.1 Slík
meðferð getur ruglað sjúkdómsmyndina í
meningitis bacterialis, dregið úr einkenn-
um, komið í veg fyrir, að sýklar finnist
og valdið breytingum á mænuvökva í það
horf, sem venjulegt er að sjá við meningitis
aseptica. Svipaðar breytingar í mænu-
vökva og sjást við meningitis aseptica geta
og orsakast af sveppasýkingu, syphilis,
ígerð í heila eða sýkingu í nánasta um-
hverfi heilahimna, t. d. eyrnabólgu. Mesta
hættan í sambandi við greiningu á
meningitis aseptica liggur í því, að láta
sér yfirsjást slíka sjúkdóma, sem eru oft
læknanlegir, ef viðeigandi meðferð er beitt.
Veirurannsóknir taka langan tíma og við
stöndum oft frammi fyrir þeim vanda í
sambandi við mengisbólgu, þegar engir
sýklar finnast í mænuvökva og aðrar rann-
sóknir hans eru ekki afgerandi um, hvort
bólgan sé af veiru- eða sýklauppruna, að
taka ákvörðun um hvort gefa skuli sýkla-
lyf eða bíða átekta. Niðurstaðan verður oft
sú, að gefin eru sýklalyf til vonar og vara
og komi ekkert út úr veirurannsóknum er
það nokkurri tilviljun háð, hver endanleg
sjúkdómsgreining verður. Þannig hlýtur
alltaf að vera um einhver vafatilfelli að
ræða, sem eru ranglega flokkuð á annan
hvorn veginn. Að bíða eftir niðurstöð-
um veirurannsókna getur verið afdrifarík
ákvörðun fyrir sjúkling með meningitis
bacterialis.
Með nýrri rannsóknaraðferðum, svo sem
immunofluorescenstækni eða elektroniskri
smásj árskoðun á hvítum blóðkornum í
mænuvökva standa vonir til, að hægt sé
að ná skjótari veirugreiningu.5 Þá telja
og sumir, að „nitroblue tetrazolium“ litar-
próf geti orðið að miklu liði við greiningu
á milli meningitis aseptica og bacterialis. ’
Meningitis aseptica hefur verið talinn
meinlaus sjúkdómur, sem þarfnist ekki
annarar meðferðar en almennrar hjúkrun-
ar og skilur ekki eftir sig varanleg mein.
Þó er álitið ráðlegt, að sjúklingar séu látn-
ir taka sér góðan tíma, 2-3 vikur, til að
jafna sig eftir sjúkdóminn. Meiri hætta er
talin á alvarlegum eftirköstum af encepha-
litis. Varanlegum afleiðingum hefur þó
verið lýst eftir meningitis aseptica og þá
litið til lengri tíma, t. d. lýstu Fee et al.
slíkum afleiðingum eftir að hafa fylgzt
með sjúklingum í 2-10 árG og Nakao telur
sig hafa orðið varan einkenna, sem rekja
mætti til meningitis aseptica hjá 27.6%
af 618 sjúklingum, sem hann fylgdist með
í 1-8 ár eftir sjúkdóminn.11
Af þeim 37 börnum, sem lágu með
meningitis aseptica á barnadeild Land-
spítalans á árunum 1968-1972 tókst aðeins
í einu tilfelli að rækta veiru úr mænu-
vökva af 17 sýnum, sem send voru. Af 13
saursýnum, sem send voru til athugunar,
ræktuðust veirur úr 7 og mótefni voru
mæld í 3 blóðvatnssýnum af 15, sem send
voru. Engin tilraun var gerð til veiru-
greiningar hjá rúmum helmingi sjúklinga
og í nokkrum tilfellum var ekki hirt um
að senda samanburðar-blóðvatnssýni til
mótefnamælinga. Verður að telja þetta lé-
legan árangur og má líklega að einhverju
leyti um kenna ófullkominni aðstöðu, sem
verið hefur fyrir hendi til veirurannsókna