Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 117 Guðmundur Jóhannesson, Jón Hilmar Alfreðsson, Kristján Sigurjónsson KRABBAMEIN I EGGJASTOKKUM YFIRLIT UM GREININGU, ME.ÐFERÐ OG BATAHORFUR Yfirlitsgrein þessi um krabbamein í eggjastokkum hefur þann tilgamg helztan að gera grein fyrir flokkun og meðferð og stuðla að samræmingu á því sviði. Hins vegar verður aðeins lauslega getið tíðni, einkenna og greiningar. FLOKKUN Æxlisvöxtur í eggjastokkum er sérlega margbreytilegur og hefur reynzt erfitt að gera viðhlítandi heildarflokkun. Henni verða ekki gerð skil hér, en vikið að krabbameinum — illkynja æxlum af þekju- vefsuppruna. Það er mikilvægt að skýr afmörkun sé gerð frá öðrum illkynja æxl- um, svo sem granulosa og theca cellu tu- morum, þar eð batahorfur eru allt aðrar og betri hjá þeim síðarnefndu. Krabbameinin greinast innbyrðis í 5 flokka eftir vefjafræðilegum einkennum (Tafla 1). Líkur þykja benda til að þessir undirflokkar séu hver öðrum frábrugðnir í víðari, líffræðilegum skilningi, m. a. er geislanæmi þeirra talin mismunandi. Þess ber þó að geta, að ekki eru allir á einu máli og þekkingu virðist ennþá ábótavant. Ofannefndar 5 tegundir krabbameina eiga sér, með einni undantekningu, hlið- stæður í góðkynja æxlum, en á milli má jafnan greina lítinn flokk æxla, þar sem gráða illkynjunar er byrjandi eða vafasöm. Þau einkennir tíð frumudeiling og kjarna- óregla, en hvergi gætir ífarandi vaxtar. Þessum vafaæxlum ber einnig að halda til haga í sér flokki. Enda þótt meðferðin mundi að jafnaði verða hin sama og við augljósan krabba, er árangur allur annar. Loks þarf við flokkun á krabbameinum að gera grein fyrir stigaskiptingu, en hún lýtur að útbreiðslu þeirra, er til meðferðar kemur. Varðandi ofangreind 4 atriði, aðgrein- ingu frá öðrum illkynja æxlum, undirflokk- un, gráðu illkynjunar og stigaskiptingu, þarf almennt samkomulag, svo að umræða og þá einkanlega úttekt á árangri með- ferðar verði gerleg. Á síðastliðnum áratug hefur slíkt samkomulag — upphaflega til orðið innan tveggja alþjóðasamtaka, FIGO (kvensjúkdómalækna) og WHO — og náð vaxandi viðurkenningu. TNM kerfið hefur enn ekki verið tekið upp við skráningu á ovarial cancer. Tafla 1 sýnir hinar 5 tegundir þekju- vefsæxla í eggjastokkum og skiptingu þeirra í góðkynja og illkynja mein. í sviga eru hlutfallstölur flokkanna í stóru upp- gjöri (7). TAFLA 1 HISTOLOGICAL CLASSIFICATION OF PRIMARY, EPITHELIAL OVARIAN TUMOURS. A. B. C. Histological type Benign Borderline type Obviously of tumours tumours of tumours malignant tumours 1. Serous....................... X X (7,5%) X (28,6%) 2. Mucinous..................... X X (8,1%) X(12,4%) 3. Endometrioid................. X X(0,7%) X (20,8%) 4. Mesonephric.................. X X(3,5%) X( 2,7%) 5. Mixed and undiff......... X (15,7%)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.