Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1976, Side 65

Læknablaðið - 01.06.1976, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 117 Guðmundur Jóhannesson, Jón Hilmar Alfreðsson, Kristján Sigurjónsson KRABBAMEIN I EGGJASTOKKUM YFIRLIT UM GREININGU, ME.ÐFERÐ OG BATAHORFUR Yfirlitsgrein þessi um krabbamein í eggjastokkum hefur þann tilgamg helztan að gera grein fyrir flokkun og meðferð og stuðla að samræmingu á því sviði. Hins vegar verður aðeins lauslega getið tíðni, einkenna og greiningar. FLOKKUN Æxlisvöxtur í eggjastokkum er sérlega margbreytilegur og hefur reynzt erfitt að gera viðhlítandi heildarflokkun. Henni verða ekki gerð skil hér, en vikið að krabbameinum — illkynja æxlum af þekju- vefsuppruna. Það er mikilvægt að skýr afmörkun sé gerð frá öðrum illkynja æxl- um, svo sem granulosa og theca cellu tu- morum, þar eð batahorfur eru allt aðrar og betri hjá þeim síðarnefndu. Krabbameinin greinast innbyrðis í 5 flokka eftir vefjafræðilegum einkennum (Tafla 1). Líkur þykja benda til að þessir undirflokkar séu hver öðrum frábrugðnir í víðari, líffræðilegum skilningi, m. a. er geislanæmi þeirra talin mismunandi. Þess ber þó að geta, að ekki eru allir á einu máli og þekkingu virðist ennþá ábótavant. Ofannefndar 5 tegundir krabbameina eiga sér, með einni undantekningu, hlið- stæður í góðkynja æxlum, en á milli má jafnan greina lítinn flokk æxla, þar sem gráða illkynjunar er byrjandi eða vafasöm. Þau einkennir tíð frumudeiling og kjarna- óregla, en hvergi gætir ífarandi vaxtar. Þessum vafaæxlum ber einnig að halda til haga í sér flokki. Enda þótt meðferðin mundi að jafnaði verða hin sama og við augljósan krabba, er árangur allur annar. Loks þarf við flokkun á krabbameinum að gera grein fyrir stigaskiptingu, en hún lýtur að útbreiðslu þeirra, er til meðferðar kemur. Varðandi ofangreind 4 atriði, aðgrein- ingu frá öðrum illkynja æxlum, undirflokk- un, gráðu illkynjunar og stigaskiptingu, þarf almennt samkomulag, svo að umræða og þá einkanlega úttekt á árangri með- ferðar verði gerleg. Á síðastliðnum áratug hefur slíkt samkomulag — upphaflega til orðið innan tveggja alþjóðasamtaka, FIGO (kvensjúkdómalækna) og WHO — og náð vaxandi viðurkenningu. TNM kerfið hefur enn ekki verið tekið upp við skráningu á ovarial cancer. Tafla 1 sýnir hinar 5 tegundir þekju- vefsæxla í eggjastokkum og skiptingu þeirra í góðkynja og illkynja mein. í sviga eru hlutfallstölur flokkanna í stóru upp- gjöri (7). TAFLA 1 HISTOLOGICAL CLASSIFICATION OF PRIMARY, EPITHELIAL OVARIAN TUMOURS. A. B. C. Histological type Benign Borderline type Obviously of tumours tumours of tumours malignant tumours 1. Serous....................... X X (7,5%) X (28,6%) 2. Mucinous..................... X X (8,1%) X(12,4%) 3. Endometrioid................. X X(0,7%) X (20,8%) 4. Mesonephric.................. X X(3,5%) X( 2,7%) 5. Mixed and undiff......... X (15,7%)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.