Læknablaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
93
því að auka eða minnka framleiðslu á því
lipoproteini („low density lipoprotein“),
sem er aðalburðarvagn kólesteróls í blóði
eða með því að auka eða minnka niðurbrot
þess.
Um það bil 40% af kólesteróli í fæðu
er tekið upp af görnum, hér myndi það
gróft reiknað vera um 200mg/dag. Meðal-
umsetning á kólesteróli er hins vegar 1-1,5
grömm á dag, að miklu leyti myndað í
lifur og útskihð í galli sem kólesteról og
gallsýrur. Tilraunir hafa sýnt, að mann-
skepnan aðlagast aukinni kólesterólinn-
töku með því að minnka framleiðslu þess
í líkamanum. Þessi svörun er þó ekki full-
komin, þannig að hækka má kólesteról-
gildið í blóði nokkuð með því að auka
kólesteról- og/eða fituinntökuna.11 Deilt er
um hversu mikill hlutur kólesterólinntök-
unnar sé í ákvörðun meðalgildis kólester-
óls, en flestir eru þeirrar skoðunar, að
neysla mettaðrar fitu skipti meira máli en
neysla kólesteróls. A. Keys hefur reiknað
út frá manneldistilraimum, hversu mikið
meðalkólesterólgildi hópa breytist við
breytt mataræði:
A kólesteról mg/100ml=A Z-|-2,7S — 1,3P,
þar sem Z merkir mismun á kvaðratrót
kólesterólinntökunnar/1000 hitaeiningar, S
merkir mismun á hundraðshluta mettaðrar
fitu og P merkir mismun á hundraðshluta
ómettaðrar fitu í heildarorkuneyslunni.10
Ef mataræðið hérlendis breyttist þannig,
að meðalneysla á kólesteróli/1000 hitaein-
ingar minnkaði úr 220 í 150mg, hlutur
mettaðrar fitu úr 20% í 10% og hlutur
ómettaðrar fitu hækkaði úr 5% í 14%
(þannig að áætlað P/S hlutfall 0,25 ykist
í 1,5) myndi meðalgildi kólesteróls lækka
um 43mg/100ml eða 18%. Af þessari lækk-
un munaði mest um lækkun á neyslu
mettaðrar fitu (27mg/100ml), þar sem
minnkunin á kólesterólneyslunni myndi
einungis lækka kólesterólgildið um 3mg/
lOOml. Sumir aðrir rannsakendur myndu
þó gera hlut kólesterólneyslunnar meiri.
Þess ber þó að geta, að þessi formúla
gildir einungis við samanburð hópa, þar
sem svörun einstaklinga er talsvert mis-
munandi. Sumir myndu svara breyttu mat-
aræði talsvert betur, aðrir miður vel.
Enda þótt sterk fylgni sé milli meðal-
gildis kólesteróls heilla þjóða eða hópa og
neyslu þeirra á mettaðri fitu, þá hafa
hvorki þessi mataræðisrannsókn né aðr-
ar,625 sýnt fram á neina verulega fylgni
milli fituneyslu hvers einstaklings og kól-
esterólgildis hans. Þetta má skýra með
því, að kólesterólgildið ákvarðast verulega
af erfðum28 29 (40%), sem m. a. kemur
fram í mismunandi svörun einstaklinga
við sömu inntöku af mettaðri fitu og
kólesteróli. Einnig verður að hafa í huga,
að könnun sem þessi er ekki fyllilega ná-
kvæm fyrir hvern einstakling, en nógu ná-
kvæm fyrir samanburð milli hópa. Því er
ekki að vænta, að slík rannsókn sýni
fylgni milli kólesterólgildis hvers einstakl-
ings og mataræðis hans.
Eins og áður segir sýndi hóprannsókn
Hjartaverndar, að meðalgildi þríglyseríða
er hér talsvert lægra en í mörgum öðrum
löndum.14 Þennan mun má ef til vill skýra
að nokkru með mismunandi rannsóknar-
aðferðum. Manneldistilraunir hafa sýnt, að
hafa má veruleg áhrif á gildi þríglyseríða
í blóði með ýmsu móti. Sé neysla mettaðrar
fitu minnkuð en ómettuð fita aukin lækk-
ar þríglyseríðagildi flestra verulega (25-
35%).5 Mikil kolvetnaneysla (65-85% af
heildarorkumagninu) hækkar þríglyseríða
verulega. Lengri rannsóknir hafa þó bent
til, að þessi hækkun sé tímabundin og
eftir 2 mánuði á slíku fæði sé þríglyseríða-
gildið aftur orðið það sama. Suðrænar
þjóðir, sem neyta mikils kolvetnis, hafa
og ekki hærri meðalgildi þríglyseríða en
flestar aðrar þjóðir. Því verður að teljast
ólíklegt, að hin lága kolvetnaneysla hér-
lendis eigi stóran þátt í lágu meðalgildi
þríglyseríða. Hins vegar er sjúklingum
með verulega hækkaða þríglyseríða oft
ráðlagt að takmarka kolvetnaneysluna, því
að sumir þeirra, þó minni hlutinn, virðast
mjög kolvetnanæmir.
Einnig hefur verið sýnt fram á, að
neysla áfengis og bjórs hækkar þríglyser-
íða verulega. Vel má vera að skýra megi
hið lága meðalgildi á þríglyseríðum hér
að nokkru leyti á því, að bjórdrykkja er
hér svo til engin, og enda þótt áfengis-
neysla sé hér veruleg, þá er dagleg bjór-
neysla líklegri til að hafa áhrif á meðal-
gildi þríglyseríða heldur en strjál neysla á
sterkum drykkjum. Líkamsþyngd hefur og
veruleg áhrif á þríglyseríða, en saman-